Sigmundur „ekkert hrópandi kátur“

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra hringdi í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, nú­ver­andi formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, áður en hann til­kynnti um for­manns­fram­boð sitt. Sig­urður seg­ist ekki vera að svíkja lof­orð og að far­sæl­ast sé að lægja öld­urn­ar inn­an flokks­ins með lýðræðis­legri kosn­ingu á flokksþingi.

Frétt mbl.is: Sig­urður Ingi ætl­ar í for­mann­inn

„Hún hef­ur í sjálfu sér verið að gerj­ast með mér síðustu daga,“ seg­ir Sig­urður spurður að því hvenær hann tók ákvörðun  um fram­boð, “og þrýst­ing­ur á mig auk­ist, meðal ann­ars í tengsl­um við fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna.

Og síðan var auðvitað þing­flokks­fund­ur í dag þar sem við rædd­um þessi mál, sem ég geta því miður ekki verið á all­an tím­ann. Þetta var hrein­skipt­inn fund­ur og mér varð ljóst bara svona í ag að það væri gáfu­leg­ast að taka þessa erfiðu ákvörðun og gefa flokks­mönn­um færi á að velja á flokksþingi hvernig menn vildu sjá for­yst­una en ekki hafa þessa ólgu ein­hvern veg­inn grass­er­andi í flokkn­um án þess að hægt væri að höggva á þann hnút.“

Sig­urður sagðist í sam­tali við mbl.is ekki vilja tjá sig um það hvort for­manns­kjörið sem slíkt var til umræðu á þing­flokks­fund­in­um í dag en staðfesti að hann hefði ekki til­kynnt um fram­boð sitt á fund­in­um.

Spurður að því hvort hann lét Sig­mund Davíð vita af fyr­ir­ætl­un sinni áður en hann til­kynnti um hana í sam­tali við RÚV í kvöld, svar­ar hann ját­andi. „Já, ég gerði það. Ég hringdi í hann áður.

Hvernig brást Sig­mund­ur við?

„Ja, þú í sjálfu sér verður að spyrja hann út í það. Hann var í sjálfu sér ekk­ert hróp­andi kát­ur með það en það er á milli okk­ar.“

Sig­mund­ur Davíð sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í sept­em­ber að hann ætti ekki von á því að Sig­urður Ingi byði sig fram á móti sér.

„Við Sig­urður Ingi höf­um unnið lengi sam­an og ræðum bara mál­in okk­ar á milli. Hann hef­ur sagt alloft, bæði op­in­ber­lega og á fund­um með mér, að hann myndi aldrei bjóða sig fram gegn mér. Og það var raun­ar það síðasta sem hann ít­rekaði þegar ég bað hann um að koma inn í Stjórn­ar­ráðið fyr­ir mig á meðan mál væru að skýr­ast síðasta vor. Þannig að ég hef enga ástæðu til að ætla að ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafi orðið á því þó kannski þurfi ekki að koma á óvart að þeir sem af ein­hverj­um ástæðum hafa ekki verið sátt­ir við mig um ára­bil skori á hann,“ sagði Sig­mund­ur.

En hvað seg­ir Sig­urður Ingi, er hann að svíkja lof­orð?

„Nei, ég er ekki að gera það. Það sem ég hef gert al­veg frá því í vor þegar ég tók við sem for­sæt­is­ráðherra var að verja [Sig­mund] og búa til svig­rúm til að hann kæm­ist inn í póli­tík. Mér hef­ur orðið það ljóst á síðustu vik­um að á því eru skipt­ar skoðanir inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins og þess vegna hef ég fengið all­ar þær áskor­an­ir sem ég hef fengið, og þess vegna tel ég eðli­leg­ast að út­kljá þetta með lýðræðis­leg­um hætti í staðinn fyr­ir að hafa ólg­una grass­er­andi í flokkn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka