Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er svekktur yfir niðurstöðu kosninganna en vildi þó ekki tjá sig meira um málið að sinni. Hann segist ekki hafa búist við þessari niðurstöðu.
Spurður hvort hann muni hjálpa til við að sameina flokkinn nú segir Sigmundur að það sé nú hlutverk nýkjörins formanns að sameina flokkinn. Hann vildi ekki tjá sig um hvort hann myndi halda áfram störfum fyrir Framsóknarflokkinn.
Hvað tekur við hjá þér núna?
„Við sjáum bara til,“ svaraði Sigmundur áður en hann hélt á brott í bifreið sinni.