Ólöf færir sig á hliðarlínuna

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu og sýkingar. Þessu greinir hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld. Fyrir vikið þurfi hún að fara sér hægt næstu daga og vikur.

„Það er ekki gaman að kljást við slíkt, síst nú þegar hugur minn er í kosningarbaráttunni, en ég verð að láta duga að fylgjast með af hliðarlínunni — ég veit að þið sýnið því skilning. Ég mun leggja mitt af mörkum eftir því sem kostur er,“ segir Ólöf enn fremur þar sem hún ávarpar vini og stuðningsmenn. Stöðufærslunni lýkur á þessum orðum.

„Nú sem áður get ég seint fullþakkað læknum, sérfræðingum og öllu okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki fyrir framúrskarandi umönnun. Ég þakka allar hlýjar óskir og sendi félögum mínum baráttukveðju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert