Til í samstarf á grunni félagshyggju

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Lilja Alfreðsdóttir, …
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, á fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er reiðubú­inn til þess að starfa með öll­um þeim stjórn­mála­flokk­um að lokn­um kosn­ing­um sem láta sig fé­lags­hyggju og jöfnuð varða og eru til­bún­ir til þess að varðveita nauðsyn­leg­an stöðug­leika í ís­lensku at­vinnu- og efna­hags­lífi.

Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Fram­sókn­ar­flokkn­um en for­ystu­menn flokks­ins, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður og Lilja Al­freðsdótt­ir vara­formaður, boðuðu til blaðamanna­fund­ar í dag þar sem kosn­inga­áhersl­ur hans voru kynnt­ar. Þar seg­ir enn frem­ur að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi sett fram mjög ákveðnar hug­mynd­ir fyr­ir síðustu kosn­ing­ar til þess að bæta ís­lenskt sam­fé­lag. Þær hug­mynd­ir hafi gengið eft­ir með aðstoð fær­ustu sér­fræðinga sem völ hafi verið á.

„Nú stönd­um við aft­ur á tíma­mót­um. Búið er að styrkja grunnstoðir at­vinnu­lífs og heim­ila. Framtíðin er björt ef rétt verður á mál­um haldið. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur staðið fyr­ir rót­tæk­um aðgerðum til hags­bóta fyr­ir fólkið í land­inu. Flokk­ur­inn hyggst halda áfram á sömu leið og byggja á þeim ár­angri sem náðst hef­ur á kjör­tíma­bil­inu. Þar skipt­ir stöðug­leiki og festa í rík­is­fjár­mál­um mestu máli,“ seg­ir enn frem­ur.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2016 legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn m.a. áherslu á eft­ir­far­andi mál:

  • Hag­ur millistétt­ar­inn­ar verði bætt­ur enn frek­ar; neðra skattþrep verði lækkað veru­lega og per­sónu­afslátt­ur verði út­greiðan­leg­ur
  • Pen­inga­stefn­una skal end­ur­skoða, raun­vext­ir á Íslandi þurfa að end­ur­spegla breytt­an efna­hags­leg­an veru­leika
  • Lág­marks­líf­eyr­ir aldraðra verði 300 þúsund krón­ur á mánuði og fylgi lág­marks­laun­um á al­menn­um vinnu­markaði
  • Byggður verði nýr Land­spít­ali á nýj­um stað og fram­lög til heil­brigðis­stofn­ana um allt land auk­in
  • Tann­lækn­ing­ar aldraðra verði gjald­frjáls­ar og hjúkr­un­ar­rým­um fjölgað um allt land
  • Taka skal upp komu­gjald á ferðamenn sem nýtt verður til innviða
  • Fæðing­ar­or­lof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krón­ur, barna­bæt­ur hækkaðar og barna­föt verði án virðis­auka­skatts
  • Hluta náms­lána verði breytt í styrk og sér­stök áhersla lögð á að styrkja iðn- og verk­nám
  • Skoðað verði hvort beita megi skattaí­viln­un­um til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga á efna­hags­lega veik­um svæðum á lands­byggðinni
  • Unnið skal eft­ir sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um sem er að fullu fjár­mögnuð til næstu þriggja ára í sam­ræmi við skuld­bind­ing­ar Íslands í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu
  • Aðstoða ungt fólk með úrræðinu Fyrsta fast­eign og öðrum aðgerðum í hús­næðismál­um – leigu­íbúðir og fjölg­un náms­mann­a­í­búða
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert