Mikið ber í milli í efnahagsmálum

Efnahagsstefna stjórnmálaflokkanna sem nú heyja baráttu um þingsætin 63 er töluvert ólík. Vinstri græn og Samfylking skera sig þar úr þegar kemur að beitingu skatta til að jafna kjör fólks á meðan framsóknarmenn vilja skoða skattaívilnanir á jaðarsvæðum. 

Fram að kosningum mun mbl.is skoða atriði í þeirra stefnu­mál­um og álykt­un­um flokkanna sem greina þá að eða eru áhugaverð. Nú er röðin komin að efnahagsmálum en í gær voru ut­an­rík­is­mál­in skoðuð.

Í mynd­skeiðinu sem fylg­ir frétt­inni eru tínd til þrjú atriði hjá hverj­um stjórn­mála­flokki í mála­flokkn­um. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokk­anna. Við miðuðum við að skoða flokk­ana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könn­un­um og telj­ast lík­leg­ir til að ná fólki inn á þing í kosn­ing­un­um sem fram fara 29. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert