Efnahagsstefna stjórnmálaflokkanna sem nú heyja baráttu um þingsætin 63 er töluvert ólík. Vinstri græn og Samfylking skera sig þar úr þegar kemur að beitingu skatta til að jafna kjör fólks á meðan framsóknarmenn vilja skoða skattaívilnanir á jaðarsvæðum.
Fram að kosningum mun mbl.is skoða atriði í þeirra stefnumálum og ályktunum flokkanna sem greina þá að eða eru áhugaverð. Nú er röðin komin að efnahagsmálum en í gær voru utanríkismálin skoðuð.
Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni eru tínd til þrjú atriði hjá hverjum stjórnmálaflokki í málaflokknum. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokkanna. Við miðuðum við að skoða flokkana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könnunum og teljast líklegir til að ná fólki inn á þing í kosningunum sem fram fara 29. október.