Hver er stefnan um framtíð jarðar?

Íslenskir jöklar hopa hratt vegna hnattrænnar hlýnunar. Spá er að …
Íslenskir jöklar hopa hratt vegna hnattrænnar hlýnunar. Spá er að þeir verði að mestu horfnir eftir 100-200 ár af þessum sökum. mbl.is/Rax

Stjórn­mála­flokk­arn­ir aðhyll­ast flest­ir blandaða leið sam­drátt­ar í los­un gróður­húsaloft­teg­unda og mót­vægisaðgerða til að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um, fyr­ir utan Sjálf­stæðis­flokk, sem legg­ur mesta áherslu á end­ur­heimt vot­lend­is. Hægri­flokk­arn­ir telja olíu­vinnslu ekki stang­ast á við lofts­lags­mark­mið en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stefn­ir einn á hana.

Lofts­lags­breyt­ing­ar sem eru til komn­ar vegna stór­felldr­ar los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um eru tald­ar eitt stærsta vanda­málið sem mann­kynið stend­ur frammi fyr­ir um þess­ar mund­ir og verður það næstu ára­tug­ina og jafn­vel ald­irn­ar. Þess­ar hröðu um­hverf­is­breyt­ing­ar eru tald­ar munu hafa geysi­leg áhrif á allt líf á jörðinni og valda hörm­ung­um fyr­ir mann­kynið, meðal ann­ars með tíðari þurrk­um, meiri úr­komu, meiri öfg­um í veðurfari, hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar og súrn­un hafs­ins svo eitt­hvað sé nefnt.

Í des­em­ber náðu ríki heims sam­an um Par­ís­ar­sam­komu­lagið svo­nefnda til að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um. Íslensk stjórn­völd hafa sagst ætla að taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ríkja og Nor­egs um að draga úr los­un um 40% fyr­ir árið 2030 en enn á eft­ir að semja um hver hlut­deild Íslands verður í því mark­miði.

Mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins er að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2 °C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ing­una og helst inn­an við 1,5 °C ef nokk­ur kost­ur er á til að hægt verði að forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki út­lit fyr­ir að þau mark­mið ná­ist nema gripið verði til rót­tæk­ari aðgerða.

Mbl.is lagði fjór­ar grunn­spurn­ing­ar um sýn og stefnu í lofts­lags­mál­um fyr­ir þá sjö stjórn­mála­flokka sem skoðanakann­an­ir benda til að nái mönn­um inn á þing í alþing­is­kosn­ing­un­um 29. októ­ber. Tekið skal fram að sam­an­tekt á stefnu flokk­anna hér er aðeins byggð á þeim svör­um sem full­trú­ar flokk­anna sendu Mbl.is en ekki á stefnu­skrám eins og þær birt­ast á vefsíðum þeirra eða í op­in­berri ræðu eða riti ann­ars staðar.

1) Er hags­mun­um Íslands ógnað af lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um manna og er það for­gangs­mál fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að berj­ast gegn þeim?

All­ir flokk­arn­ir eru sam­mála um að hags­mun­um Íslands standi ógn af hnatt­rænni hlýn­un og að Íslend­ing­ar þurfi að axla sína ábyrgð í að taka á vand­an­um. Nokkr­ir þeirra lýsa áhyggj­um af áhrif­um súrn­un­ar sjáv­ar á fiski­stofna í haf­inu og hlýn­un­ar á Golf­straum­inn.

Vinstri græn benda jafn­framt á að til lengri tíma litið geti bráðnun jökla sem eru upp­spretta virkjaðra jök­uláa leitt til þess að end­ur­hugsa þurfi orku­kerfi lands­ins.

Björt framtíð

Björt framtíð er mjög meðvituð um að lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um ógna hags­mun­um allra jarðarbúa og Íslend­ing­ar eru þar ekki und­an­skild­ir. Hækkuð sjáv­ar­staða, ofsa­fengn­ari veður, þurrk­ar og hita­bylgj­ur víða um heim munu snerta okk­ur beint eða óbeint, rétt eins og alla aðra. Jafn­vel þó að sum spálíkön sýni að lofts­lag hér­lend­is gæti orðið hag­stætt til auk­inn­ar mat­væla­rækt­un­ar síðar á þess­ari öld, þá þarf Golf­straum­ur­inn ekki að rask­ast mikið til að hér verði ekki mjög byggi­legt. Það er því for­gangs­mál fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að bregðast við af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga af fullri al­vöru.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tel­ur að ógn af lofts­breyt­ing­um eigi að vera eitt af for­gangs­mál­um stjórn­valda. Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks hef­ur lagt áherslu á aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um og er Ísland meðal ríkja sem hafa full­gilt Par­ís­ar­samn­ing­inn og gefið fyr­ir­heit um sinn hlut inn­an hans.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fagn­ar því að rík­is­stjórn­in hef­ur tekið ógn lofts­lags­breyt­inga al­var­lega, en strax í nóv­em­ber 2015 kynnti hún öfl­ug verk­efni Sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um til þriggja ára. Sókn­aráætl­un­in efl­ir starf í lofts­lags­mál­um og fær fleiri til að til að taka þátt og leggja lín­urn­ar varðandi mark­visst starf til lengri tíma við að minnka los­un og efla kol­efn­is­bind­ingu.

Pírat­ar

Pírat­ar telja hags­mun­um Íslands ógnað vegna lofts­lags­breyt­inga. Það á að vera for­gangs­mál stjórn­valda að grípa strax til aðgerða og koma þannig í veg fyr­ir súrn­un sjáv­ar og aðrar óaft­ur­kræf­ar af­leiðing­ar á líf­ríkið. Pírat­ar telja að Ísland eigi að vera leiðandi í þess­ari mik­il­vægu bar­áttu, upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lagið og aðrar alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í mála­flokkn­um og gera gott bet­ur.

Íslendingar framleiða nær allt sitt rafmagn með vatnsafli eða jarðhita …
Íslend­ing­ar fram­leiða nær allt sitt raf­magn með vatns­afli eða jarðhita en jarðefna­eldsneyti eru engu að síður brennt í sam­göng­um og víðar. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Sam­fylk­ing­in

Hlýn­un jarðar er stærsta áskor­un­in sem mann­kynið stend­ur frammi fyr­ir. Já, hags­mun­um Íslands og alls heims­ins er ógnað af lofts­lags­breyt­ing­um sem eru af mann­völd­um. Það er for­gangs­mál ís­lenskra stjórn­valda að berj­ast gegn þeim heima og að heim­an. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Nátt­úru­vá vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um verður að taka al­var­lega og við þurf­um að leggja okk­ar af mörk­um í þeim efn­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að dregið verði úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með minni bruna og kol­efn­is­bind­ingu með efl­ingu gróður­lenda og mun beita sér fyr­ir raun­hæf­um aðgerðum á næsta kjör­tíma­bili.

Viðreisn

Eng­in þjóð verður ósnort­in af áhrif­um loft­lags­breyt­inga. Því ber Íslend­ing­um að axla sinn hlut í sam­eig­in­legri ábyrgð mann­kyns á lofts­lags­breyt­ing­um. Hvað hags­muni Íslands varðar þá er ljóst að okk­ur gæti stafað veru­leg ógn af súrn­un sjáv­ar sem er bein af­leiðing af aukn­um kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­lofti og hækk­andi hita­stigi jarðar. Í ljósi þessa og hversu mik­il ógn þær eru við marga íbúa jarðar, er það stefna flokks­ins að berj­ast af krafti gegn lofts­lags­breyt­ing­um af manna völd­um, þannig að Ísland geti orðið öðrum þjóðum gott for­dæmi í þeim efn­um.

Vinstri græn

Já, hags­mun­um Íslands er mjög ógnað af lofts­lags­breyt­ing­um. Lofts­lags­breyt­ing­ar munu að öll­um lík­ind­um or­saka meiri ófrið á alþjóðavísu á kom­andi ára­tug­um. Stríð í öðrum heims­hlut­um geta haft mik­il áhrif á Íslandi, hvort sem það er í formi auk­ins fjölda flótta­manna eða ótrygg­ara stjórn­mála­ástands og það má jafn­vel ímynda sér að það geti ógnað fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar því við flytj­um inn mikið af mat­væl­um. Staðbundnu áhrif­in munu svo til dæm­is verða þau að jökl­arn­ir gætu horfið inn­an 150-200 ára, sem hef­ur gríðarleg áhrif á raf­orku­fram­leiðslu hér, sem er að stór­um hluta fram­leidd með virkj­un­um í jök­ulám.

Við þurf­um því að end­ur­hugsa orku­kerfið hér ef fram fer sem horf­ir. Bráðnun jökla hef­ur líka í för með sér landris sem get­ur valdið tíðari elds­um­brot­um. Úrkomu­mynst­ur á land­inu mun breyt­ast tölu­vert og lík­lega aukast, sem get­ur haft áhrif á land­búnað og haft í för með sér aukna flóðahættu. Nokk­ur óvissa rík­ir um hver áhrif hækk­andi sjáv­ar­borðs á heimsvísu verða hér á landi, en þau gætu orðið þónokk­ur. Lík­lega munu svo nýj­ar teg­und­ir nema land, sem geta haft mik­il áhrif á vist­kerfi.

Al­var­leg­ustu áhrif­in eru þó ekki bein­lín­is vegna lofts­lags­breyt­inga, held­ur vegna súrn­un­ar sjáv­ar, sem er auka­af­urð af los­un kolt­ví­sýr­ings. Hafið tek­ur upp um 1/​3 af los­un­inni sem veld­ur því að hann súrn­ar. Súrt haf leys­ir upp skel kalk­mynd­andi líf­vera. Þær eru und­ir­stöður mjög stórra vist­kerfa í hafi, og hrynji þær teg­und­ir eru allri keðjunni ógnað, þar á meðal teg­unda sem Ísland bygg­ir sjáv­ar­út­veg á. 

2) Hvað ætl­ar flokk­ur­inn að gera til að draga úr los­un Íslands á gróður­húsaloft­teg­und­um kom­ist hann í rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar, hvenær eiga þær aðgerðir að kom­ast til fram­kvæmda og hversu mikið eiga þær að draga úr los­un Íslands?

Þegar kem­ur að aðgerðum til að vinna gegn út­blæstri kolt­ví­sýr­ings og hnatt­rænni hlýn­un eru flokk­arn­ir nær sam­mála um að grípa skuli til aðgerða til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi á nær öll­um sviðum og til mót­vægisaðgerða til að binda kol­efni, meðal ann­ars með land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is.

Pírat­ar setja sér rót­tæk­ustu mark­miðin, en þeir stefna á 40% sam­drátt í los­un fyr­ir árið 2025 og að Ísland verði orðið jarðefna­eldsneyt­is­laust árið 2040, tíu árum fyrr en Vinstri græn stefna á að landið verði kol­efn­is­hlut­laust. Flokk­ur­inn vill jafn­framt að end­ur­heimt vot­lend­is verði lokið þegar árið 2025.

Vinstri græn og Pírat­ar vilja enn frem­ur að frek­ari stóriðju­upp­bygg­ingu verði hætt.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sker sig nokkuð úr í áhersl­unni á end­ur­heimt vot­lend­is sem fram­lag Íslands til að draga úr los­un. Í svari hans kem­ur vissu­lega fram að draga skuli úr los­un með minni bruna en enn frem­ur að end­ur­heimt vot­lend­is sé fljót­leg­asta, ár­ang­urs­rík­asta og ódýr­asta leiðin til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi. Skoða ætti að færa fé sem renn­ur til niður­greiðslu á lí­feldsneyti í átak við end­ur­heimt vot­lend­is.

Viðreisn tek­ur und­ir að lang­stærstu tæki­fær­in fel­ist í end­ur­heimt vot­lend­is. Flokk­ur­inn bend­ir hins veg­ar á að í bili sé los­un Íslands að aukast mest vegna stefn­unn­ar í ferðamál­um og vill mæta henni með ýms­um mót­vægisaðgerðum, sam­drætti í los­un og kol­efn­is­bind­ingu, sem er í anda þess sem hinir flokk­arn­ir boða. Í því sam­hengi vilja Vinstri græn að los­un skipa og flug­véla verði tek­in inn í los­un­ar­bók­hald þjóða.

Hagræn­ir hvat­ar, græn­ir skatt­ar og skattaí­viln­an­ir, til að draga úr meng­un og stuðla að vist­væn­um lausn­um eru á stefnu­skránni hjá Pír­öt­um, Sam­fylk­ingu, Viðreisn og Vinstri græn­um (sjá einnig svör við spurn­ingu 3).

Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á endurheimt votlendis til að draga …
Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur mikla áherslu á end­ur­heimt vot­lend­is til að draga úr los­un Íslands á gróður­húsaloft­teg­und­um. mbl.is/​Rax

Björt framtíð

Björt framtíð mun beita sér fyr­ir því að Ísland dragi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir árið 2030. Síðustu árin hafa verið unn­ar á veg­um rík­is­ins mjög ít­ar­leg­ar skýrsl­ur þar sem nú­ver­andi staða er greind sem og hvar tæki­fær­in til sam­drátt­ar í los­un gróður­húsaloft­teg­unda liggja. Vitn­eskj­an um hvað er hægt að gera og hvernig best er að fram­kvæma er til staðar en hef­ur því miður aldrei verið lögð sam­an að fullu af nú­ver­andi rík­is­stjórn. Við vilj­um breyta því og nýta fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar til að búa til heild­stætt, tíma­sett aðgerðapl­an svo tryggt verði að Ísland nái þeim mark­miðum sem við erum skuld­bund­in til að upp­fylla.  

Við mun­um ein­beita okk­ur að græn­um breyt­ing­um á öll­um innviðum sam­fé­lags­ins með sér­stakri áherslu á orku­skipti í sam­göng­um og fisk­veiðum, bætta nýt­ingu allra afurða (skólp og sorp þar með talið) og ný­sköp­un í líf­tækni. Til að draga sam­hliða úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá landi og hraða upp­töku kol­efn­is mun Björt framtíð einnig setja end­ur­heimt raskaðra vist­kerfa í for­gang. End­ur­heimt vot­lend­is er ein aðgerð til að draga úr nettó­los­un en með land­græðslu og skóg­rækt er hægt að binda kol­efni í jarðvegi og gróðri  um allt að 5 t/​ha ár­lega. Sam­kvæmt skýrslu frá Land­græðslunni eru 800.000 hekt­ar­ar illa far­ins lands <400 metr­um tæk­ir til end­ur­heimt­ar og því ekki eft­ir neinu að bíða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn­ar­menn vísa til sókn­aráætl­un­ar sem frá­far­andi rík­is­stjórn samþykkti síðasta vet­ur og leggja áherslu á að fylgja þurfi henni eft­ir á næsta kjör­tíma­bili. Jafn­framt vís­ar svar flokks­ins í sam­eig­in­legt mark­mið ESB og Nor­egs um 40% sam­drátt í los­un fyr­ir árið 2030.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fagn­ar því að fjár­magn hef­ur verið sett í upp­bygg­ingu hraðhleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla á landsvísu og að áhersla sé á að draga úr los­un í sam­göng­um, sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tel­ur að til þess að ár­ang­ur ná­ist sé mik­il­vægt að unnið sé í sam­vinnu við sjáv­ar­út­veg og land­búnað, rétt eins og Sókn­aráætl­un lofts­lags­mála ger­ir ráð fyr­ir.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tel­ur að aukið fjár­magn sem hef­ur verið sett til bind­ing­ar á kol­efni til land­græðslu og skóg­rækt­ar og end­ur­heimt vot­lend­is verði til þess að virkja fleiri aðila til að taka þátt og minnka nettó­los­un. Þá munu aðgerðir stjórn­valda til að draga úr mat­ar- og plast skila sér í betri nýt­ingu, en flokk­ur­inn legg­ur áherslu á að minnka mat­ar­sóun á Íslandi um helm­ing á næstu fjór­um árum.

Pírat­ar

Pírat­ar eru með tíma­sett mark­mið og aðgerðaáætl­un til að mæta þeim.

Mark­mið:

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda minnkuð um 40% árið 2025
Eng­in svartol­ía í ís­lenskri land­helgi árið 2025
Ísland jarðefna­eldsneyt­is­laust árið 2040
Nær eng­in los­un gróður­húsaloft­teg­unda árið 2040.

Aðgerðir:

End­ur­heimt vot­lend­is lokið árið 2025.
Raf­bíla­væðing.
Byggja upp göngu­stíga og reiðhjóla­stíga
Tryggja vist­hæfa, góða og hag­kvæma kosti í al­menn­ings­sam­göng­um.
Inn­leiða 6. viðauka Marpol samn­ings­ins svo hafið um­hverf­is Ísland verði ECA svæði.
Vist­hæfni ís­lenska flot­ans tryggð með viðeig­andi orku­skipt­um.
Efla skóg­rækt og land­græðslu.
Stofna þjóðgarð á miðhá­lend­inu
Horfið verði frá frek­ari stóriðju.

Sam­fylk­ing­in

Sam­fylk­ing­in vill efla al­menn­ings­sam­göng­ur, stuðla að orku­skipt­um í sam­göng­um, end­ur­heimta vot­lendi, styðja við land­græðslu og skóg­rækt og með nýj­um leiðum á borð við niður­dæl­ingu og fram­leiðslu met­anóls úr kolt­ví­sýr­ingi.

Sam­fylk­ing­in vill að ráðist verði í aðgerðir til að draga úr los­un þannig að fram­lag okk­ar verði aldrei minna en ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­fylk­ing­in legg­ur áherslu á að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu veit­ir Íslend­ing­um ein­stakt tæki­færi til að hafa áhrif á þróun norður­slóða til framtíðar í gegn­um stefnu­mót­un sam­bands­ins. Lofts­lags­mál eru lyk­ilþátt­ur í þessu sam­bandi og þar á Ísland að gegna mik­il­vægu hlut­verki. Sem full­gilt aðild­ar­ríki að ESB fengj­um við mik­il­væga banda­menn og sterk­ari samn­ings­stöðu í um­hverf­is­mál­um, bæði á norður­slóðum og á alþjóðavett­vangi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Par­ís­ar­sam­komu­lagið kveður á um 40% sam­drátt í los­un kolt­ví­sýr­ings í Evr­ópu fram til árs­ins 2030. Það er vel raun­hæft að draga veru­lega úr los­un hér á landi. Um 72% af heild­ar­los­un kolt­ví­sýr­ings staf­ar frá fram­ræstu landi. End­ur­heimt vot­lend­is er fljót­leg­asta, ár­ang­urs­rík­asta og ódýr­asta leiðin til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi. End­ur­heimt vot­lend­is varð árið 2013 viður­kennd af lofts­lag­nefnd Sam­einuðu þjóðanna sem mót­vægisaðgerð í lofts­lags­mál­um að frum­kvæði Íslend­inga. Við ætt­um að skoða vel mögu­leik­ann á því að færa fé sem núna er nýtt til þess að niður­greiða dýrt inn­flutt lí­feldsneyti í átak við end­ur­heimt vot­lend­is.

Viðreisn

Lang­stærstu tæki­fær­in fel­ast í end­ur­heimt vot­lend­is enda los­ar fram­ræst vot­lendi 72% af öll­um gróður­húsaloft­teg­und­um hér á landi. Í bili er Ísland að auka los­un á jarðefna­eldsneyti, fyrst og fremst vegna stefn­unn­ar í ferðamál­um. Þótt flug­véla­eldsneyti sé utan út­reiknaðs út­blást­urs, breyt­ir það ekki þeirri staðreynd að hann eykst með vax­andi fjölda ferðamanna til Íslands.

Um leið og Viðreisn viður­kenn­ir ört vax­andi mik­il­vægi ferðaþjón­ust­unn­ar fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf, tel­ur flokk­ur­inn að jafna þurfi kol­efn­is­spor henn­ar með mót­vægisaðgerðum.Nær­tæk­ustu aðferðirn­ar til þess fel­ast í blöndu af raf­væðingu bíla­flot­ans, skóg­rækt, end­ur­heimt vot­lend­is og fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til at­vinnu­starf­semi sem ann­ars væri knú­in meng­andi jarðefna­eldsneyti, enda virðir meng­un eng­in landa­mæri. Þá hyggst flokk­ur­inn inn­leiða græna skatta sem hvata til að draga úr meng­un. Viðreisn hef­ur ekki sett sér tíma­sett mark­mið en verði flokk­ur­inn í rík­is­stjórn, mun hann leit­ast við að hraða mót­vægisaðgerðum, m.a. til að upp­fylla skuld­bind­ing­ar Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Vinstri græn

Íslandi ber að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda, frá stóriðju og víðar og binda kol­efni með ýms­um mót­vægisaðgerðum gegn upp­söfn­un gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­loft­inu. Vinstri græn vilja að Ísland beiti sér fyr­ir því að los­un gróður­hús­loft­teg­unda frá flugi og skip­um verði talið með í los­un­ar­bók­haldi þjóða.

Vinstri græn vilja að Ísland verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2050 og taki þar mið af niður­stöðum vís­inda­manna. Til þess að verða kol­efn­is­hlut­laust sam­fé­lag þarf að breyta miklu og aðlaga innviði. Það er mik­il vinna fyr­ir hönd­um en tækn­in er þegar til staðar. Við telj­um að árið 2050 sé hent­ugt mark­mið, því það gef­ur okk­ur góðan tíma til að breyta innviðum og aðlaga sam­fé­lagið að nýj­um og betri hátt­um. Það ger­um við með því að hverfa frá áform­um um olíu­vinnslu, skipta jarðefna­eldsneyti út fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í sam­göng­um og iðnaði, binda kol­efni með mót­vægisaðgerðum og strika öll frek­ari áform um meng­andi stóriðju út af borðinu. Vinstri græn vilja að Ísland beiti sér fyr­ir því að jarðefna­eldsneyti verði ekki unnið á Norður­slóðum og beiti sér á alþjóðavett­vangi fyr­ir því að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5°C og und­ir­gang­ist alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar á borð við Par­ís­ar­sam­komu­lagið að fullu.

Efla þarf rann­sókn­ir á áhrif­um hlýn­un­ar á vist­kerfi lands og sjáv­ar með sér­stakri áherslu á súrn­un sjáv­ar en einnig þarf að huga að viðbrögðum vegna hækk­un­ar sjáv­ar­borðs um allt land. Vinstri græn vilja líka skipu­leggja þétt­býli bet­ur þannig að al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar og ganga verði raun­hæf­ir val­kost­ir og skoða eigi al­var­lega spor­bundn­ar al­menn­ings­sam­göng­ur í al­manna­eign á Suðvest­ur­horn­inu. Beita beri hagræn­um hvöt­um í enn meira mæli og byggja upp innviði til að græn sam­göngu­tæki verði hag­kvæm­asti kost­ur­inn.

3) Hvert ætti hlut­verk rík­is­ins að vera í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um?

Flokk­arn­ir kveða mis­jafn­lega sterkt að orði um hvert hlut­verk rík­is­ins eigi að vera í aðgerðum til að berj­ast gegn hnatt­rænni hlýn­un. Vinstri græn og Viðreisn segja bein­um orðum að ríkið þurfi að draga vagn­inn hvað þetta varðar og Björt framtíð full­yrðir bein­lín­is að Par­ís­ar­sam­komu­lagið verði að móta efna­hags­leg­an lang­tíma­stöðugu­leika og framtíðar­hag­kerfi Íslands.

Sam­fylk­ing tel­ur hlut­verk rík­is­ins mik­il­vægt og Pírat­ar vísa til þess að það gangi fram með góðu for­dæmi og tryggi nauðsyn­lega innviði til grænni lifnaðar­hátta. Sjálf­stæðis­menn telja ríkið þurfa að hafa lofts­lags­mark­mið í huga við all­ar ákv­arðanir og hafi for­göngu um upp­lýs­ing­ar um stöðu um­hverf­is­mál en fram­sókn­ar­menn að ríkið eigi að taka þátt í alþjóðasam­starfi og rann­saka og vakta lofts­lags­breyt­ing­ar.

Björt framtíð

Björt framtíð tel­ur að Par­ís­ar­sam­komu­lagið um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda verði ein­fald­lega að móta efna­hags­leg­an lang­tíma­stöðug­leika og framtíðar­hag­kerfi Íslands. Um­hverf­is- og lofts­lags­mál eru ekki leng­ur einka­mál hug­sjóna­fólks, þau eru lyk­il­for­send­ur framtíðar­hag­vaxt­ar og lífsaf­komu okk­ar. Ríkið á að setja sér metnaðarfull mark­mið og miða við að árið 2050 verði Ísland búið að inn­leiða að fullu grænt lág­kol­efn­is­hag­kerfi sem bygg­ir á sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, full­nýt­ingu afurða og öfl­ugri ný­sköp­un á sviði líf­tækni og hug­vits.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tel­ur að hlut­verk rík­is­ins ætti að vera að taka þátt í alþjóðlegu sam­starfi, rann­saka og vakta og lýs­ir ánægju að auknu fjár­magni var veitt til lofts­lags­mála. Brýnt er að stofn­an­ir á veg­um rík­is­ins rann­saki og vakti lofts­lags­breyt­ing­ar til að tak­ast á við strang­ari skuld­bind­ing­ar.

Pírat­ar

Pírat­ar telja að stjórn­völd skuli ganga fram með góðu for­dæmi í rekstri hins op­in­bera, allri stefnu­mörk­un og ákv­arðana­töku. Stjórn­völd eiga að tryggja nauðsyn­lega innviði fyr­ir raf­bíla­væðingu og um­hverf­i­s­vænni lífs­stíl. Stjórn­völd skulu nota hagræna hvata til að draga úr út­streymi meng­un­ar í um­hverfið. Með því að hvetja al­menn­ing og fyr­ir­tæki með íviln­un­um fyr­ir aðgerðir í þágu um­hverf­is­ins og að sama skapi letja aðila til meng­un­ar­vald­andi starf­semi og fram­kvæmda er hægt að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Aðilar sem losa meng­andi efni út í um­hverfið beri því ætíð kostnað af slíku. 

Flestir flokkanna boða orkuskipti í samgöngum til að draga úr …
Flest­ir flokk­anna boða orku­skipti í sam­göng­um til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. mbl.is/​Júlí­us

Sam­fylk­ing­in

Hlut­verk rík­is­ins er mik­il­vægt. Ekki bara til að marka stefnu held­ur til koma með fjár­magn í nauðsyn­leg verk­efni og búa til hagræna hvata sem styðja við um­hverf­i­s­væn­ar sjálf­bæra hegðun. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Ríkið hef­ur bæði beinu og óbeinu hlut­verki að gegna. Hið op­in­bera, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög, verður jafn­an að taka til­lit til hins yf­ir­lýsta mark­miðs Íslands við all­ar ákv­arðanir sem tekn­ar eru. Hin mikla los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem staf­ar frá fram­ræstu landi má að mestu leyti rekja til um­fangs­mik­illa niður­greiðslna til fram­ræslu lands sem stóð yfir í ára­tugi. Í ný­gerðum bú­vöru­samn­ing­um var fallið frá styrkj­um til viðhalds þess­ara skurða. Þetta er dæmi um ákvörðun sem hef­ur bein áhrif í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Ríkið hef­ur einnig þeim skyld­um að gegna að stuðla að því að nýj­ustu upp­lýs­ing­ar um stöðu um­hverf­is­mála og ár­ang­urs­rík­ustu leiðir að bættu um­hverfi liggi ávalt fyr­ir á hverj­um tíma.

Viðreisn

Ríkið þarf óhjá­kvæmi­lega að vera í for­ystu í þess­ari bar­áttu. Það fel­ur m.a. í sér að standa fyr­ir aðgerðum til að draga úr okk­ar hlut í áhrif­um af hnatt­rænni notk­un jarðefna­eldsneyt­is, ým­ist með því að draga úr notk­un þess að eða með því að standa fyr­ir eða stuðla að mót­vægisaðgerðum. Það er stefna Viðreisn­ar að ríkið sjái til þess að þeir sem menga greiði fyr­ir nauðsyn­leg­ar mót­vægisaðferðir. 

Vinstri græn

Við höf­um því miður ekki tíma til þess að bíða eft­ir því að ein­stak­ling­ar eða markaður­inn taki við sér og leysi lofts­lags­vand­ann af sjálfs­dáðum. Ríkið þarf að draga vagn­inn og það er hlut­verk þess að skapa um­hverfi sem hvet­ur til betri hátta og bein­ir neyslu að lofts­lagsvæn­um vör­um. Það má til dæm­is gera með skattaí­viln­un­um fyr­ir græn­ar lausn­ir og skött­um á meng­andi starf­semi. Ríkið þarf alltaf að vera með „grænu gler­aug­un“ á nef­inu við all­ar ákv­arðana­tök­ur og skoða þær út frá lofts­lags­áhrif­um. Græn póli­tík er framtíðar­póli­tík!

4) Rann­sókn­ir benda til þess að skilja þurfi meiri­hluta olíu, kola og gass eft­ir í jörðu ef mark­mið um að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2°C á að nást. Er það sam­ræm­an­legt lofts­lags­skuld­bind­ing­um Íslands að stefna að olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu? Ætlar flokk­ur­inn að beita sér fyr­ir olíu­vinnslu þar?

Aðeins Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lýs­ir því að hann styðji áfram­hald­andi olíu­leit og vinnslu á Dreka­svæðinu. Björt framtíð, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn lýsa sig and­snú­in frek­ari leit og vinnslu og telja hana ekki sam­ræm­ast mark­miðum í lofts­lags­mál­um.

Viðreisn og Sjálf­stæðis­flokk­ur segj­ast aft­ur á móti ekki hafa það sér­stak­lega á stefnu­skrá sinni að vinna olíu á Dreka­svæðinu en telja slíka vinnslu ekki endi­lega stang­ast á við lofts­lags­skuld­bind­ing­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn seg­ist ekki ætla að rifta nú­ver­andi samn­ing­um við fyr­ir­tæki sem leita að olíu.

Björt framtíð

Björt framtíð tel­ur olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu ekki sam­ræm­an­lega lofts­lags­skuld­bind­ing­um Íslands og mun beita sér fyr­ir því að svæðið verði látið óhreyft. Ísland sem for­ystu­land á sviði end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á mun frek­ar að leiða græna ný­sköp­un sem gagn­ast upp­bygg­ingu lág­kol­efn­is­hag­kerfa heims­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Ákvörðun var tek­in fyr­ir fimm árum síðan, á síðasta kjör­tíma­bili, að setja af stað und­ir­bún­ings­vinnu varðandi rann­sókn­ir og vinnslu. Þá var vinna sett í gang í stjórn­sýsl­unni til að und­ir­búa um­hverfið. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur stutt áfram­hald þeirra vinnu og hef­ur henni verið sinnt inn­an ráðuneyta og stofn­ana.

Pírat­ar

Ísland á að taka skýra af­stöðu gegn frek­ari olíu­leit og olíu­vinnslu í efna­hagslög­sög­unni. Slíkt geng­ur gegn mark­miðum Pírata um að vernda loft­hjúp jarðar.

Sam­fylk­ing­in

Sam­fylk­ing­in var fyrst ís­lenskra stjórn­mála­flokka til að álykta gegn olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu og við leggj­umst gegn olíu­vinnslu í ís­lenskri lög­sögu. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Síðasta rík­is­stjórn gaf út leyfi til olíu­leit­ar og til vinnslu olíu í tak­markaðan tíma ef olía finnst. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun ekki hafa frum­kvæði að því að rifta þeim samn­ing­um en hef­ur ekki áætl­un um að hafa sér­stakt frum­kvæði að olíu­vinnslu. Olíu­vinnsla þarf ekki að stang­ast á við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Það er nokkuð til þess vinn­andi að draga úr notk­un kola­orku. Við sum­ar aðstæður er olía eini raun­hæfi kost­ur­inn þótt þróun nýrra orku­gjafa muni von­andi skila sér í öðrum kost­um. 

Viðreisn

Viðreisn hef­ur það ekki á stefnu­skrá sinni að beita sér fyr­ir olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu, þó svo að fram­leiðsla á olíu og gasi í ís­lenskri lög­sögu fari ekki í bága við lofts­lags­skuld­bind­ing­ar. Þær skuld­bind­ing­ar lúta að notk­un eldsneyt­is en ekki að fram­leiðslu þess. Hættu­leg­ustu gróður­húsa­áhrif­in stafa reynd­ar af bruna kola, m.a. við raf­orku­fram­leiðslu. Olía og einkum gas eru mun skárri í þessu til­liti.

Sam­kvæmt alþjóðleg­um spám um orku­notk­un og fram­leiðslu næstu ára­tugi eru all­ar lík­ur á að kola­bruni muni lítt minnka. Verði dregið úr fram­leiðslu á olíu og gasi, er afar lík­legt að kola­notk­un muni vaxa, enda bend­ir ekk­ert til þess að orka úr end­ur­nýj­an­leg­um orku­lind­um geti vaxið nógu hratt, nema til komi bylt­ing­ar­kennd­ar, vist­væn­ar orku­lausn­ir á sviði kalds samruna o.s.frv.

Vinstri græn

Vinstri græn eru al­gjör­lega and­víg öll­um áform­um um olíu­leit og vinnslu og ályktuðu m.a. á lands­fundi sín­um í októ­ber 2015 gegn hug­mynd­um um vinnslu jarðefna­eldsneyt­is á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði, þar með talið fyr­ir­hugaðri olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu. Lands­fund­ur­inn ít­rekaði mik­il­vægi þess að horfið verði af braut olíu­vinnslu og hvatti til ein­arðrar bar­áttu fyr­ir umbreyt­ingu Íslands í sam­fé­lag án jarðefna­eldsneyt­is, Frek­ari olíu­vinnsla er tíma­skekkja nú þegar aldrei hef­ur verið meiri þörf á að sporna við hlýn­un jarðar.

Ríki heims hafa samþykkt að halda hlýn­un jarðar und­ir 2°C og stefna að því að tak­marka hana við 1,5°C. Það alþjóðlega mark­mið er með öllu ósam­rýman­legt áform­um að leita að og vinna meira jarðefna­eldsneyti til að brenna. Við það má bæta að við vinnslu og flutn­ing á olíu verða stund­um slys og lek­ar sem valda gríðarleg­um skaða í nátt­úr­unni. Stórt ol­íu­slys við Íslands­strend­ur yrði mjög dýr­keypt og gæti valdið óaft­ur­kræf­um skaða á líf­ríki við landið, bæði á strönd­um og í hafi, og haft slæm­ar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Það eru líka tákn­ræn og for­dæm­is­gef­andi skila­boð til alþjóðasam­fé­lags­ins ef Ísland kýs að nýta ekki mögu­leg­ar olíu- og/​eða gas­lind­ir í lög­sögu sinni.

Spáð er að hnattræn hlýnun valdi tíðari og verri þurrkum …
Spáð er að hnatt­ræn hlýn­un valdi tíðari og verri þurrk­um í sum­um heims­hlut­um og aukn­um öfg­um í veðurfari. All­ir jarðarbú­ar verði fyr­ir áhrif­um af völd­um henn­ar. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka