Ólýsanleg tilfinning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líður ólýs­an­lega eig­in­lega,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins sem jafn­framt skip­ar 2. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. Sam­kvæmt fyrstu töl­um er hún ör­ugg inn á þing, og kveðst hún afar ánægð með það. „Ég er til í nýja starfið og ætla að gera mitt allra besta.“

„Ég er mjög ör­ugg inn sem 2. þingmaður Reykja­vík norður og það er auðvitað bara svo­lítið ótrú­legt. Maður er bú­inn að vera að stefna á þetta í svo­lítið lang­an tíma í próf­kjöri og kosn­inga­bar­áttu en það er ótrú­legt að þetta sé að ger­ast og að kosn­inga­bar­átt­an sé að klár­ast með svona frá­bær­um hætti,“ seg­ir hún.

Áslaug seg­ir niður­stöðuna vera skýr skila­boð þjóðar­inn­ar. „Þetta er það sem maður hef­ur verið að finna í bar­átt­unni. Fólk vill vera já­kvætt og bjart­sýnt fyr­ir framtíðinni og það höf­um við verið að stóla inn á í bar­átt­unni,“ seg­ir hún og held­ur áfram:

„Maður þorði ekki að vona að þetta yrði niðurstaðan. Við erum að sjá þetta gríðarlega fylgi en þetta eru auðvitað bara fyrstu töl­ur og við bíðum þol­in­móð eft­ir rest­inni. En þetta gef­ur okk­ur skýr skila­boð um að við séum á réttri leið og að fólk vilji áfram­hald­andi bjart­sýni og framtíðar­sýn.“

„Það mætti segja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri að toppa á rétt­um tíma,“ seg­ir Áslaug og held­ur áfram: „Þetta eru kannski frek­ar skýr skila­boð til okk­ar um að fólk sé ánægt með störf okk­ar á þess­um síðustu þrem­ur árum og að það vilji hafa okk­ur leiðandi í næstu rík­is­stjórn. Við erum ekki að fara að um­bylta Íslandi held­ur ætl­um við að halda áfram á þess­ari braut og halda áfram að byggja upp.“

Sjálfstæðismenn fögnuðu fyrstu tölum vel.
Sjálf­stæðis­menn fögnuðu fyrstu töl­um vel. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert