Stjórn Samfylkingarinnar boðuð til fundar

Frá kosningavöku Samfylkingarinnar í gærkvöldi.
Frá kosningavöku Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Ljósmynd/Pressphotos

Stjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð til fundar á skrifstofu flokksins klukkan 16.30 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna að loknum kosningum en flokkurinn fékk 5,7% atkvæða, þrjá þingmenn kjörna og missti sex.

Ritari flokksins, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, staðfesti í samtali við mbl.is að næstu skref í kjölfar kosninganna yrðu rædd. Einnig staðfesti hann að Oddný, formaður flokksins, hefði boðað til fundarins.

Í stjórn eru auk Oddnýjar og Óskars, Logi Einarsson varaformaður, Hákon Óli Guðmundsson gjaldkeri, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður framkvæmdastjórnar, Helgi Hjörvar þingflokksformaður og Ólafur Þór Ólafsson, formaður sveitarstjórnarráðs.

Fimm þingmenn flokksins sem sóttust eftir endurkjöri hlutu ekki náð fyrir augum kjósenda. Það voru þau Árni Páll Árna­son, Helgi Hjörv­ar, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Val­gerður Bjarna­dótt­ir og Össur Skarp­héðins­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert