Margar útstrikanir hjá Framsókn í NA

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluvert er um útstrikanir á listum stjórnmálaflokka sem buðu fram í Norðausturkjördæmi. Þetta segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, í samtali við mbl.is.

Aðspurður segir hann að áberandi mest sé um útstrikanir af lista Framsóknarflokks, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er oddviti flokksins í kjördæminu.

Enn á þó eftir að telja hversu margar útstrikanirnar eru og því ekki enn ljóst hvort þær munu hafa einhver áhrif á röðun þingmanna á listum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert