Möguleiki á þriggja flokka stjórn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður þingkosninganna gefi flokknum tækifæri til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn þótt ýmsir aðrir kostir séu einnig í stöðunni. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna til sjálfstæðismanna í dag.

Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að vera kjölfestuna í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn hafi stærsta þingflokkinn, með þriðjung þingheims innan sinna vébanda, og sé jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna.

„Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert