Funda um framhaldið

Fulltrúar flokkanna á fundinum í dag.
Fulltrúar flokkanna á fundinum í dag. mbl.is/Ófeigur

Fulltrúar Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar hittust á fundi í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 13. Á fundinum verður tekin afstaða til þess hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Fulltrúar flokkanna fimm funduðu í gær og ræddu grundvöll ríkisstjórnarsamstarfs. Voru allir jákvæðir að þeim fundi loknum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk umboð til stjórnarmyndunar á miðvikudaginn í síðustu viku. Hún þarf að gera Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, grein fyrir gangi viðræðna eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert