Fimm flokkar náðu samkomulagi um lok þingstarfa

Sam­komu­lag ligg­ur fyr­ir á milli allra flokka nema Sam­fylk­ing­ar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Flokk­arn­ir tveir setja sig hins veg­ar ekki upp á móti þeim mál­um sem verða sett á dag­skrá þing­fund­ar sem boðaður verður á morg­un. Flokk­arn­ir styöja sam­komu­lagið þrátt fyr­ir aö vera ekki aðilar að því.

For­menn allra flokka funduðu með for­seta Alþing­is í dag og var þetta niðurstaða eft­ir tölu­vert erfiða fæðingu og mik­il funda­höld. Bú­ist er við að hægt verði að ljúka þing­störf­um á morg­un.

Mál­in sem náðist sam­komu­lag um að setja á dag­skrá eru frum­varp um brott­fall ákvæðis um upp­reist æru, frum­varp um bráðabirgðaákvæði í kosn­inga­lög­um, frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um, sem flutt verður af for­mönn­um flokka sem það styðja, kosið verður um nýja full­trúa í end­urupp­töku- og full­veld­is­nefnd, vel­ferðar­nefnd mun ræða um NPA-frum­varp með það að mark­miði að hægt verði að gera frum­varp að lög­um á nýju þingi, verði vilji til þess, og að lok­um verður lögð fram til­laga um frest­un þing­fund­ar. 

Börn í vanda ekki skipti­mynt

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir flokk­inní fyrsta lagi ekki geta samið frá sér rétt­inn til að leggja fram eða styðja til­lögu um breyt­ing­ar­á­kvæði á stjórn­ar­skrá. „Við get­um ekki sætt okk­ur við að meiri­hluti þings­ins fái ekki að breyta ákvæði í stjórn­ar­skrá. Við get­um held­ur ekki sætt okk­ur við það að okk­ur sé stillt upp við vegg og að börn í vanda séu notuð sem skipti­mynt,“ seg­ir Logi og á þar við stúlk­urn­ar Han­iye og Mary sem Sam­fylk­ing­in lagði til að veitt­ur yrði rík­is­borg­ara­rétt­ur.

„Við sett­um mál á dag­skrá um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar sem hef­ur orðið til þess að það er far­sæl lausn í því mál, eins langt og hún nær.“ Logi seg­ir hins veg­ar þurfa að vinna þá mál bet­ur strax eft­ir kosn­ing­ar, enda sé aðeins um bráðabirgðaúr­ræði að ræða, þar sem brott­vís­un­um verður frestað fram yfir kosn­ing­ar.

Logi seg­ir Sam­fylk­ing­una engu að síður verða flutn­ings­menn að mál­un­um og hann seg­ist sátt­ur við að þessi ákveðnu mál hafi kom­ist á dag­skrá.

Hefði viljað sjá breyt­ing­ar­til­lögu á stjórn­ar­skrá

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, tók við af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni flokks­ins, á fund­in­um þegar hún þurfti frá að hverfa. Flokk­ur­inn stend­ur að sam­komu­lag­inu en Svandís seg­ist engu að síður hafa viljað sjá niður­stöðu sem varðaði breyt­inga­til­lögu á stjórn­ar­skrá.

„Katrín lagði fram mála­miðlun­ar­til­lögu í dag, sem gerði ráð fyr­ir 25 pró­senta þrösk­uldi. Það var hóf­leg til­laga sem náði öll­um um borð nema Sjálf­stæðis­flokkn­um og það er ástæðan fyr­ir því að það verður ekki niðurstaðan. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn treysti sér ekki til að fara þá var­færnu leið.“ Hún seg­ir þau ánægðust með að búið sé að koma börn­um hæl­is­leit­enda í skjól, að ákvæði um upp­reist æru verði fellt út og að NPA-frum­varp fari í þol­an­leg­an far­veg, eins og hún orðar það.

Erfið fæðing

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, seg­ir gott að menn hafi náð að gera mála­miðlan­ir. Hann seg­ir það hafa verið tölu­vert erfiða fæðingu að ná þessu sam­komu­lagi. „Þetta er minnsti sam­nefn­ari sem hægt var að sætta sig við. Það var mik­il­vægt mál sem við sett­um á odd­inn, NPA – not­end­a­stýrð per­sónu­leg aðstoð, sem okk­ur hef­ur fund­ist óljóst af hverju ekki fer í gegn, en það verður hald­inn fund­ur í vel­ferðar­nefnd til að fara yfir það mál. Það verður þá von­andi auðveld­ara að eiga við það í fram­hald­inu.“

„Við lögðum okk­ur öll fram“

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sat fund­inn í fjar­veru Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns flokks­ins, seg­ist ánægð með að verið sé að ljúka þing­inu með sóma. „Ég vona að okk­ur tak­ist að ljúka þessu með reisn. Við lögðum okk­ur öll fram, þetta er niðurstaðan og svo klár­um við með sóma.“

Von­ast til að klára mál­in á morg­un

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók sæti á fund­in­um eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son, formaður flokks­ins, þurfti frá að hverfa. Hann seg­ir að legið hafi fyr­ir að ljúka þyrfti þing­störf­um og þetta hafi verið ákveðin leið til þess.

„Við erum að vona að með þessu sam­komu­lagi tak­ist okk­ur að klára mál­in á morg­un svo við get­um farið í kosn­inga­bar­áttu af full­um krafti. Okk­ur finnst það lyk­il­atriði þegar svo skammt er til kosn­inga.“

Hann seg­ir hafa verið viðraðar hug­mynd­ir um ýmis önn­ur mál en sam­komu­lag náðist um. Þetta hafi hins veg­ar verið skyn­sam­leg niðurstaða og þess eðlis að hægt sé að klára mál­in á ein­um degi. Það sætti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sig við.

Ekk­ert sér­stak­lega sátt­ur

Það er þungt yfir Ótt­ari Proppé, for­manni Bjart­ar framtíðar, sem stend­ur þó að sam­komu­lag­inu. „Ég er nú ekk­ert sér­stak­lega sátt­ur með niður­stöðuna en ég held að hún hafi verið al­veg nauðsyn­leg. Það var ljóst að við yrðum að kom­ast að sam­komu­lagi um hvernig ætti að ljúka þessu þingi þannig að við mynd­um  ljúka með sæmd út­lend­inga­mál­um og af­námi laga um upp­reist æru. Eft­ir það sem á und­an er gengið er það al­gjört grund­vall­ar­atriði að menn nái að klára það. Þess vegna fannst okk­ur ábyrgðar­hluti að vera hluti af þessu sam­komu­lagi.“

Ótt­arr hefði viljað sjá að kom­ist hefði verið lengra með stjórn­ar­skrár­málið. „Að gert yrði ein­hvers kon­ar breyt­inga­ákvæði á henni, sem við höf­um stutt, en það var ljóst að við vor­um ekki að fá meiri­hluta fyr­ir því núna. Það mál bíður því fram yfir kosn­ing­ar.“

Strandaði á breyt­ing­ar­á­kvæði á stjórn­ar­skrá

Pírat­ar eru ekki aðilar að sam­komu­lag­inu og Birgitta Jóns­dótt­ir hjá Pír­öt­um seg­ir samn­ingaviðræður hafa strandað á atriðum sem eru mik­il­væg henn­ar flokki og Sam­fylk­ing­unni, breyt­ing­ar­á­kvæði á stjórn­ar­skrá. „Ef við hefðum fengið það í gang núna þá hefðum við getað skotið stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um til þjóðar­inn­ar með aukn­um meiri­hluta þing­manna í staðinn fyr­ir að þurfa alltaf að leysa upp þingið og fá tvö þing til að samþykkja.“

Hún seg­ir þetta grund­vall­ar­mál, hins veg­ar hafi Pírat­ar bar­ist fyr­ir þeim mál­um sem  náðist sam­komu­lag um að klára. Flokk­ur­inn hafi þó viljað ganga lengra með mörg þeirra. „Liður í svona samn­ing­um er að gera mála­miðlan­ir en það var eng­inn vilji frá Sjálf­stæðis­flokkn­um að koma neitt til móts við breyt­ing­ar­á­kvæðið.“

Pírat­ar ætla sér að styðja sam­komu­lagið en hafa áskilið sér rétt til að leggja fram dag­skrár­breyt­ing­ar­til­lögu þar sem til­lag­an um breyt­ing­ar­á­kvæði á stjórn­ar­skrá verður lögð fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert