Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

Formennirnir funda nú í þinghúsinu.
Formennirnir funda nú í þinghúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

For­menn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með for­seta Alþing­is í þing­hús­inu í þeirri von um að ná sam­komu­lagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þing­störf­um fyr­ir kosn­ing­ar.

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sit­ur fund­inn í fjar­veru Sig­urður Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns flokks­ins. En mikið hef­ur gengið á inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins frá því Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður, sagði sig úr flokkn­um í gær og til­kynnti að hann ætlaði að vinna að mynd­un nýs stjórn­mála­afls. 

Fjög­ur mál hafa verið í umræðunni sem þykir brýnt að ná sam­komu­lagi um að klára fyr­ir kosn­ing­ar, en það eru breyt­ing­ar á lög­um um upp­reist æru, lög­fest­inga NPA – not­end­a­stýrðrar per­sónu­legr­ar aðstoðar fyr­ir fatlað fólk, breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um og stjórn­ar­skrá.

For­menn­irn­ir funduðu þris­var í síðustu viku í sama til­gangi án þess að skýr niðurstaða feng­ist. 

Eng­inn formann­anna veitti viðtal fyr­ir fund­inn í dag en eft­ir þriðja fund­inn í síðustu viku sagði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að hann væri ekk­ert endi­lega bjart­sýnn á að for­menn­irn­ir næðu sam­komu­lagi sem all­ir gætu sætt sig við. Hann sagði það þó ekki mega ger­ast að ekk­ar mál yrði af­greitt og að farið yrði beint í kosn­inga­bar­áttu. „Það verður þá bara að fara þarna upp og síðan verður meiri­hlut­inn að skera úr um hvað meiri­hlut­inn vill. Þannig virk­ar Alþingi,“ sagði Logi og átti þar við þingsal­inn.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, sagði þá að sam­talið væri að þró­ast.

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagði Unn­ur Brá að það væri al­veg kom­inn tími á að klára þess­ar umræður. Hún vonaðist til að ein­hver ár­ang­ur næðist í dag. Fund­ur­inn formann­anna hófst klukk­an 15.15.

Upp­fært klukk­an 16.00:

20 mín­útna hlé var gert á fundi formann­anna svo þeir gætu rætt við sína þing­flokka. Fund­in­um verður haldið áfram að því loknu.

Upp­fært klukk­an 17:30:

Fund­ar­hléið hef­ur dreg­ist á lang­inn og ljóst er að mikl­ar umræður eru að eiga sér stað hjá þing­flokk­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert