Guðjón S. Brjánsson alþingismaður mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Haldið var kjördæmisþing á Hótel Bjarkalundi í dag og var listi flokksins í kjördæminu samþykktur samhljóða. Í öðru sæti er Arna Lára Jónsdóttir og í þriðja sæti er Jónína Björg Magnúsdóttir.
Listinn í heild sinni er hér að neðan:
- Guðjón S. Brjánsson alþingismaður, Akranesi
- Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæ
- Jónína Björg Magnúsdóttir fiskverkakona, Akranesi
- Sigurður Orri Kristjánsson leiðsögumaður, Reykjavík
- Gunnar Rúnar Kristjánsson bóndi, Blönduósbæ
- Guðrún Eggertsdóttir viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
- Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi, Borgarbyggð
- Garðar Svansson fangavörður, Grundarfjarðarbæ
- Ingimar Ingimarsson organisti, Reykhólahreppi
- Pálína Jóhannsdóttir kennari, Bolungarvík
- Pétur Ragnar Arnarsson slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
- Guðjón Viðar Guðjónsson rafvirki, Akranesi
- Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Borgarbyggð
- Helgi Þór Thorarensen prófessor, Sauðárkróki
- Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi, Borgarbyggð
- Sigrún Ásmundsdóttir iðjuþjálfi, Akranesi