Benedikt leiðir Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Hanna

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi. Listann leiðir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, ásamt Hildi Betty Kristjánsdóttur, kennara og doktorsnema.

„Listinn er skipaður öflugu og ólíku fólki úr þessu víðfeðma kjördæmi og eins og allir listar Viðreisnar fléttaður konum og körlum til jafns.“ Þetta kemur fram í tilkynningu.  

  1. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar
  2. Hildur Betty Kristjánsdóttir, kennari,sérfræðingur og doktorsnemi
  3. Jens Hilmarsson, lögreglumaður
  4. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  5. Kristófer Alex Guðmundsson, hugbúnaðarverkfræðinemi
  6. Anna Hildur Guðmundsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  7. Friðrik Sigurðsson, f.v. forseti sveitarstjórnar Norðurþings
  8. Rut Jónsdóttir, sjávarútvegsfræðingur / viðskiptafræðingur
  9. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður
  10. Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari
  11. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, tölvunarfræðingur
  12. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, stjórnmálafræðingur og verslunarstjóri
  13. Ari Erlingur Arason, félagsliði ÖA
  14. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri
  15. Guðmundur Lárus Helgason, þjónustufulltrúi
  16. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli
  17. Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi
  18. Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  19. Guðmundur Þórarinn Tulinius, skipaverkfræðingur,leiðsögumaður og Polar Law kandídat
  20. Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka