Meiri samhljómur en fyrir ári

Bjarni segir menn ekki vera að festa sig í smáatriðum.
Bjarni segir menn ekki vera að festa sig í smáatriðum. mbl.is/​Hari

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir eng­in tíma­mörk vera á óform­leg­um viðræðum við Vinstri-græna og Fram­sókn­ar­flokk um mögu­legt sam­starf í rík­is­stjórn.

„Við telj­um hins veg­ar að við þurf­um ein­hvern lág­marks­tíma til að sitja yfir helstu mál­efn­um sem flokk­arn­ir vilja leggja áherslu á. Þar er margt sem sam­ein­ar flokk­ana en líka ein­hver mál sem okk­ur grein­ir á um,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is. Þing­flokk­ur­inn fundaði í Val­höll í morg­un þar sem farið var yfir stöðu viðræðnanna og hvort for­send­ur væru fyr­ir stjórn­ar­sam­starfi þess­ara þriggja flokka. Fram hef­ur komið að óform­leg­ar viðræður formann­anna muni halda áfram í dag.

Ein­stök stefnu­mál ekki aðal­atriði líkt og síðast

Spurður hvort mun­ur sé á þess­um viðræðum og þeim sem hann átti við sömu flokka, og aðra, fyr­ir ári, seg­ist hann finna fyr­ir því að menn taki það al­var­lega að láta reyna á val­kosti og vinni hratt. Menn ein­beiti sér að því að mynda sterka stjórn en geri ein­stök stefnu­mál flokk­anna ekki að aðal­atriði.

„Mér finnst að við öll, sem erum á þessu sviði, finn­um til ábyrgðar við þess­ar aðstæður. Það er ekki gott að vera með mörg mál í biðstöðu vegna ástands­ins í stjórn­mál­un­um þannig að ég finn fyr­ir því að menn taka það al­var­lega að láta reyna á val­kosti í þess­ari stöðu og vinna hratt. Ein­beita sér að því sem mestu skipt­ir, fest­ast ekki í smá­atriðum og mynda sterka stjórn. Þarna finnst mér vera meiri sam­hljóm­ur en átti við fyr­ir ári þegar ein­stök stefnu­mál flokk­anna urðu að aðal­atriði.“

Leita að breiðari stöðug­leika en þess­um póli­tíska

Bjarni seg­ir vel ger­legt að ná póli­tísk­um stöðug­leika. Það sé hins veg­ar nýtt í stöðunni að nú þurfi að lág­marki þrjá flokka. Spurður hvort það sé ekki mik­il­vægt að vinna hratt til að tryggja bæði póli­tísk­an og efna­hags­leg­an stöðug­leika, í ljósi þess að samn­ing­ar séu að losna á vinnu­markaði, seg­ir hann:

„Póli­tísk­ur óró­leiki get­ur leitt til efna­hags­legs óstöðug­leika en það get­ur líka verkað öf­ugt því ef hér verður t.d. eng­inn friður á vinnu­markaði get­ur það haft slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir stjórn­mál­in og því þurf­um við að leita að breiðari stöðug­leika en þess­um póli­tíska. Við þurf­um að leggja okk­ur fram til að fá niður­stöðu á vinnu­markaðnum. Póli­tísk­ur og efna­hags­leg­ur stöðug­leiki helst því oft í hend­ur. Það er vel ger­legt að ná hvoru tveggja, þess vegna er ég í þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert