Ríkisstjórn kynnt í vikunni

Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reka væntanlega smiðshöggið á nýja …
Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reka væntanlega smiðshöggið á nýja ríkisstjórn í dag. mbl.is/​Hari

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) og Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum kynnt í lok vikunnar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stjórnarsáttmálinn svo gott sem tilbúinn og verður hann lagður fyrir þingflokkana í dag og fyrir flokksstofnanir um miðja vikuna.

Formenn flokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær og munu koma aftur saman fyrir hádegi í dag til að ljúka við það allra síðasta áður en haldið er á fund með stjórnarandstöðunni í Alþingishúsinu og síðan með þingflokkum sínum að því loknu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert