Flestir kjósendur vildu Framsókn í stjórn

Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna vildu sjá þá samsetningu flokka …
Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna vildu sjá þá samsetningu flokka sem nú er að taka við. mbl.is/Eggert

Flestir kjósendur vildu sjá Framsóknarflokk, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk í einhverri mynd í nýrri ríkisstjórn. Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna vildu sjá þá samsetningu flokka sem nú er að taka við, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups að því er Rúv greinir frá.

Spurt var hvaða flokka, tvo eða fleiri, fólk vildi sjá í nýrri ríkisstjórn. Könnunin var gerð dagana 31. október til 14. nóvember. 

Fæstir vildu fá Miðflokkinn. Flestir kjósendur nefndu Framsóknarflokkinn í einhverri samsetningu, eða rúm 70 prósent, þá Vinstri græn með tæp 65 prósent og helmingur kjósenda vildi að Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert