Allir sjá eitthvað jákvætt

Nýja ríkisstjórnin að Bessastöðum í gær.
Nýja ríkisstjórnin að Bessastöðum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsmenn stærstu hagsmunasamtaka landsins eru almennt jákvæðir á stefnumál nýrrar ríkisstjórnar.

Ferðaþjónustan fagnar sérstaklega að horfið sé frá fyrirhuguðum virðisaukaskattshækkunum og framkvæmdastjóri SFS, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, væntir þess að ný ríkisstjórn taki undir þau sjónarmið að gjaldtaka á sjávarútveg verði að vera sanngjörn og hófleg.

Ljóst er að nýrrar stjórnar bíður fjöldi verkefna en staða sauðfjárbænda er ofarlega í huga formanns Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hveitibrauðsdaga ekki verða marga enda lausir kjarasamningar bæði kennara og aðildarfélaga BHM, að því er fram kemur í samtölum við fulltrúa stærstu hagsmunasamtaka landsins í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka