Katrín Jakobsdóttir, nýr forsætisráðherra, tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu nú á tíunda tímanum. Katrín tók þá við lyklunum úr hendi Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra og nýs fjármálaráðherra.
Bjarni heldur nú yfir í fjármálaráðuneytið, þar sem hann tekur við lyklum að því ráðuneyti úr hendi Benedikt Jóhannessonar núna klukkan hálftíu.
Sigurður Ingi Jóhannsson verður mættur kl. 10 í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem Jón Gunnarsson tekur á móti honum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni lyklana í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Klukkan 11 verða ráðherraskipti í umhverfis- og auðlindaráðuneyti þegar Björt Ólafsdóttir afhendir Guðmundi Inga Guðbrandssyni lyklavöldin.
Klukkan hálf tólf verður Kristján Þór mættur í menntamálaráðuneyti til að afhenda Lilju Dögg Alfreðsdóttur lyklana. Ásmundur Einar Daðason verður mættur á hádegi í félags- og jafnréttismálaráðuneyti til að taka við af Þorsteini Víglundssyni.
Svandís Svavarsdóttir tekur að endingu við heilbrigðisráðuneyti af Óttari Proppé klukkan rúmlega tólf á morgun.