Katrín tekur við lyklavöldum

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson við lyklaskiptin í Stjórnarráðinu í …
Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson við lyklaskiptin í Stjórnarráðinu í morgun. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, nýr forsætisráðherra, tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu nú á tíunda tímanum. Katrín tók þá við lyklunum úr hendi Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra og nýs fjármálaráðherra. 

Bjarni heldur nú yfir í fjármálaráðuneytið, þar sem hann tekur við lyklum að því ráðuneyti úr hendi Benedikt Jóhannessonar núna klukkan hálftíu.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son verður mætt­ur kl. 10 í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyti þar sem Jón Gunn­ars­son tek­ur á móti hon­um. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir af­hend­ir Kristjáni Þór Júlí­us­syni lykl­ana í land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Klukk­an 11 verða ráðherra­skipti í um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti þegar Björt Ólafs­dótt­ir af­hend­ir Guðmundi Inga Guðbrands­syni lykla­völd­in. 

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson taka í …
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson taka í dag við lyklum að nýjum ráðuneytum. mbl.is/Eggert

Klukk­an hálf tólf verður Kristján Þór mætt­ur í mennta­málaráðuneyti til að af­henda Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur lykl­ana. Ásmund­ur Ein­ar Daðason verður mætt­ur á há­degi í  fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðuneyti til að taka við af Þor­steini Víg­lunds­syni. 

Svandís Svavars­dótt­ir tek­ur að end­ingu við heil­brigðisráðuneyti af Ótt­ari Proppé klukk­an rúm­lega tólf á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka