Meðalaldur í nýrri ríkisstjórn er 45,45 ár, sem er nokkuð lægri en í síðustu stjórn þar sem hann var 48 ár. Elsti ráðherrann er tvöfalt eldri en sá yngsti.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er 41 árs og er þriðji yngsti forsætisráðherrann frá lýðveldisstofnun. Sá yngsti í þeim hópi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var 38 ára þegar hann tók við embætti. Þorsteinn Pálsson var 39 ára þegar hann varð forsætisráðherra.
Meðalaldur ríkisstjórna hefur sveiflast nokkuð til undanfarin ár. Til dæmis var meðalaldur fyrra ráðuneytis Geirs H. Haarde, sem tók við 2003, 53,9 ár en fór síðan niður í 50,5 ár í síðara ráðuneyti hans. Meðalaldur ráðherra, þegar ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók við árið 2009 var 54 ár, en lækkaði í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 2013-16 þar sem hann var 45 ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.