Kosið of snemma um stjórnarslit

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Hanna

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að kosning innan flokksins um það hvort slíta ætti ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Björt segir í viðtalinu að það hefði verið betra að bíða aðeins. Sem kunnugt er, ákvað stjórn Bjartrar framtíðar að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar aðfararnótt 15. september. Ástæða slitanna var sagður alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar, sem tengdist málum er vörðuðu uppreist æru.

„Ég vissi samt sem áður og Óttarr [Proppé, þáverandi formaður Bjartrar framtíðar] líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning – þá myndaðist gjá,“ segir Björt í viðtalinu, og bætir við að stjórnsýslan, sem eigi að upplýsa um öll gögn, hafi einkennst af leyndarhyggju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka