Pólitískur ráðherra, ekki fagráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tekið við embætti um-hverfisráðherra. Hann hefur …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tekið við embætti um-hverfisráðherra. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son tók við embætti um­hverf­is­ráðherra í gær. Hann hef­ur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar um ára­bil. Óhætt er að segja að inn­koma Guðmund­ar sé óvenju­leg. Þótt ráðherr­ar hafi verið sótt­ir út fyr­ir Alþingi reglu­lega finn­ast þess ekki dæmi að þeir hafi farið fyr­ir bar­áttu­sam­tök­um í viðkom­andi mála­flokki áður.

Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son stjórn­mála­fræðing­ur seg­ir að inn­koma Guðmund­ar sé þó í raun af­skap­lega svipuð og þegar Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son varð fjár­málaráðherra.

„Guðmund­ur er utanþings­maður en hann er ekki utan stjórn­mál­anna. Land­vernd er póli­tísk fé­laga­sam­tök, sam­tök sem starfa að póli­tísku mark­miði og hann til­heyr­ir auk þess VG. Þess vegna er hann póli­tísk­ur ráðherra. Hann er ekki fagráðherra sem stend­ur utan við stjórn­mál­in eins og reynt var að gera með Gylfa Magnús­son og Rögnu Árna­dótt­ur. Það er mun­ur­inn,“ seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann.

Van­hæfi ekki vanda­mál

„Það má gera grein­ar­mun á þess­um tveim­ur teg­und­um. Guðmund­ur er ef­laust val­inn af fag­leg­um ástæðum en hann er ekki bara val­inn af þeim ástæðum. Hann er líka val­inn vegna stjórn­mál­anna,“ seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann.

Þegar hef­ur komið upp umræða um hvort um­hverf­is­ráðherr­ann nýi kunni að vera van­hæf­ur þegar kem­ur að mál­um sem hann hef­ur áður beitt sér gegn í fyrra starfi sínu. Ei­rík­ur kveðst telja að það sé ekki stórt vanda­mál fyr­ir stjórn­ina.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert