Þing gæti komið saman um miðjan mánuð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutina skýrast á þriðjudag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutina skýrast á þriðjudag. mbl.is/Eggert

„Við erum að reyna að ná því náttúrulega eins hratt og við getum og það gæti orðið rétt fyrir miðjan mánuðinn,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í samtali við mbl.is, aðspurð hvenær þing muni koma saman.

Katrín segir það muni skýrast á þriðjudag hvenær nákvæmlega þing kemur saman. Ríkisstjórn hennar hefur unnið að nýju fjárlagafrumvarpi síðustu daga og að sögn Katrínar verður þeirri vinnu haldið áfram á morgun. Þá stefni þau að því að þeirri vinnu ljúki á þriðjudag. „Það er eiginlega síðasti séns,“ segir Katrín.

Ný fjárlög voru aðalefni fyrsta fundar ríkisstjórnarinnar á föstudag og stefnt er að því að taka ákvörðun í þeim efnum fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund á þriðju­dag­inn. Þar með talda ákvörðun um fjár­fram­lög til ein­stakra mála­flokka í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála stjórn­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka