Mikill stuðningur við ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Eggert

Næst­um átta af hverj­um tíu sem af­stöðu taka í nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is, eða 78 pró­sent, segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina. En 22 pró­sent segj­ast ekki styðja hana. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í skoðana­könn­un­inni með rúm­lega 26 pró­senta fylgi. VG eru næst­stærsti flokk­ur­inn með 23,5 pró­sent og Sam­fylk­ing­in er þriðji stærsti flokk­ur­inn með rúm­lega 13 pró­sent. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengi rúm­lega 11 pró­senta fylgi, Pírat­ar tæp­lega átta pró­sent og Miðflokk­ur­inn rúm­lega sjö pró­sent. Þá er Viðreisn með tæp­lega fimm pró­senta fylgi og Flokk­ur fólks­ins með  fjög­ur pró­sent.

Yrðu þetta niður­stöður kosn­inga myndi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fá 19 þing­menn kjörna, VG með 17 og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átta. Sam­fylk­ing­in fengi níu þing­menn. Pírat­ar og Miðflokk­ur­inn væru með fimm þing­menn hvor þing­flokk­ur. 

Frétt Vís­is í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert