Unnur Brá fer ekki fram í borginni

Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að einbeita sér áfram …
Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að einbeita sér áfram að landsmálunum. mbl.is/Eggert

„Ég hef tekið ákvörðun og ég mun ekki gefa kost á mér í Reykja­vík,“ seg­ir Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Unn­ur Brá var gest­ur í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1 í dag. Hún hef­ur legið und­ir feldi í nokk­urn tíma þar sem hún íhugaði að bjóða sig fram fyr­ir flokk­inn í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor.

Frétt mbl.is: Unn­ur Brá ligg­ur und­ir feldi

Fram kom í máli Unn­ar Brár að leitað hefði verið til henn­ar í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor. „Það hef­ur verið leitað til mín, ég hef reynsl­una úr sveit­ar­stjórn­ar­mál­um,“ sagði Unn­ur Brá, sem hef­ur starfað í stjórn­mál­um í 12 ár.  

„Það er svo nota­legt und­ir þess­um feldi, ég hef haft það gott þar,“ sagði Unn­ur Brá, áður en hún greindi frá ákvörðun sinni. Hún seg­ist samt sem áður hafa áhuga á borg­ar­mál­un­um, en að hún ætli að ein­beita sér áfram að lands­mál­un­um.

Hún sé því frek­ar að lýsa yfir fram­boði í próf­kjöri flokks­ins fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Hún hef­ur hins veg­ar fulla trú á því að nú­ver­andi rík­is­stjórn nái að sitja út kjör­tíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka