Vaxandi líkur eru á framboði Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra og fyrrverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg, til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Samkvæmt heimildum mbl.is hafa fjölmargir sjálfstæðismenn þrýst á Eyþór að bjóða sig fram og verið vísað til árangurs hans í sveitarstjórnarmálum Árborgar.
Eyþór var oddviti sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs Árborgar 2010 til 2014.