Ákall um breytingar í borginni

Eyþór L. Arnalds í Valhöll í kvöld.
Eyþór L. Arnalds í Valhöll í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er alltaf bjartsýnn og bjóst við því að geta sigrað en engan veginn með þessum mikla mun, maður var nú bara hálfklökkur,“ segir Eyþór L. Arnalds, sem hlaut yfir helming atkvæða af þeim 1.400 sem talin hafa verið í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

„Ég er bæði þakklátur og auðmjúkur fyrir þessu verkefni sem er fyrir framan mig. Í þessu er von fyrir borgarbúa, það er greinilegt að það er ákall um breytingar, breytingar í Sjálfstæðisflokknum og breytingar í borginni. Ég held að við getum farið með sterkt umboð um breyttar áherslur inn í vorið.“

Aðspurður segir Eyþór sín helstu baráttumál vera að hverfa frá þeirri stefnu að þrengja að umferð. „Ég vil leyfa fólki að ferðast á eðlilegum hraða á milli borgarhluta.“

Þá mun hann beita sér fyrir því að fólk geti keypt húsnæði eða búið í húsnæði á eðlilegu verði, að skólarnir séu með leikskólapláss og að lestur sé í lagi.

Eyþór er einn eigenda Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is. 

Eyþór L. Arnalds skilar atkvæði sínu fyrr í dag.
Eyþór L. Arnalds skilar atkvæði sínu fyrr í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka