Eyþór Arnalds er efstur með 886 atkvæði í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fyrstu tölurnar voru lesnar upp fyrir skömmu en talin höfðu verið 1.400 atkvæði. Eyþór hlaut því yfir helming atkvæða.
Kosningin fór fram í dag en kjörstöðum var lokað klukkan 18.
Í framboði auk Eyþórs eru Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Viðjar Guðjohnsen athafnamaður og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður.
Eyþór er einn eiganda Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is.