Eyþór Arnalds með flest atkvæði

Eyþór Arnalds, í miðjunni, eftir að fyrstu tölur höfðu verið …
Eyþór Arnalds, í miðjunni, eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyþór Arnalds er efstur með 886 atkvæði í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fyrstu tölurnar voru lesnar upp fyrir skömmu en talin höfðu verið 1.400 atkvæði. Eyþór hlaut því yfir helming atkvæða. 

Kosningin fór fram í dag en kjörstöðum var lokað klukkan 18.

Í framboði auk Eyþórs eru Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Viðjar Guðjohnsen athafnamaður og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður. 

Eyþór er einn eiganda Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is. 

Fjórir af frambjóðendunum.
Fjórir af frambjóðendunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fyrstu tölur lesnar upp.
Fyrstu tölur lesnar upp. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eyþór Arnalds greiðir atkvæði í dag.
Eyþór Arnalds greiðir atkvæði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert