Þegar gefið upp stjórnarsetu í iðnaði

Eyþór Arnalds er stærsti einstaki hluthafi Árvakurs.
Eyþór Arnalds er stærsti einstaki hluthafi Árvakurs. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætla að gera skýran greinarmun á hagsmunum þannig að það er óumflýjanlegt að ég fari úr því sem er ekki viðeigandi,“ segir Eyþór Arnalds, sem að öllum líkindum mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Eyþór Arnalds situr í stjórn og er stærsti einstaki hluthafi Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, en hann lét þau ummæli falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrir skömmu að hann teldi rétt að losa sig úr fjölmiðlarekstri.

Þá situr Eyþór í ýmsum fleiri stjórnum, en hann kveðst þegar vera búinn að segja sig úr stjórnum sem tengjast iðnaði. „Þetta tekur allt einhvern tíma en þetta er það sem ég legg upp með. Ef ég fæ þetta umboð þá mun ég einbeita mér að þessu. Markmiðið er að vinna fyrir íbúana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert