Ræða nýtt framboð í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óánægðir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum ræða um að bjóða fram sérlista við komandi bæjarstjórnarkosningar. Ástæðan er óánægja með að ekki skuli hafa verið ákveðið að efna til prófkjörs við val á lista flokksins.

Elís Jónsson, einn af þeim sem ræða framboð, telur yfirgnæfandi líkur á að af því verði. Ákvörðun hafi þó ekki verið tekin, að því er fram kemur í fréttaskýringu um framboð þetta í Morgunblaðinu í dag.

Elís er tilbúinn að taka að sér forystu nýs framboðs. Einnig hefur verið rætt um framboð við Írisi Róbertsdóttur, fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaþingmann í Suðurkjördæmi, en hún vill ekki svara því af eða á hvort það komi til greina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert