Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll.
Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Listinn er svohljóðandi að Eyþór Arnalds er í efsta sætinu, Hildur Björnsdóttir í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir í því þriðja og Egill Þór Jónsson í fjórða sæti.
Í næstu sætum á eftir koma Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Alexander Witold Bogdanski.
Talið hafði verið að Alda Vilhjálmsdóttir yrði í tíunda sætinu en Alexander var þar í staðinn.
Í 11. til 15. sæti eru þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Þórdís Pálsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdóttir.
Leiðtogakjör fór fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í síðasta mánuði og bar Eyþór Arnalds þar sigur úr býtum.
Kjörnefnd hóf í kjölfarið vinnu við tillögu að framboðslista frá öðru sæti og niður úr.