Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir á fundinum í Valhöll.
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir á fundinum í Valhöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. 

Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Listinn er svohljóðandi að Eyþór Arn­alds er í efsta sæt­inu, Hild­ur Björns­dótt­ir í öðru sæti, Val­gerður Sig­urðardótt­ir í því þriðja og Eg­ill Þór Jóns­son í fjórða sæti.

Í næstu sæt­um á eft­ir koma Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atla­dótt­ir, Örn Þórðar­son, Björn Gísla­son, Jór­unn Pála Jón­as­dótt­ir og Alexander Witold Bogdanski.

Talið hafði verið að Alda Vil­hjálms­dótt­ir yrði í tíunda sætinu en Alexander var þar í staðinn. 

Í 11. til 15. sæti eru þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Þórdís Pálsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdóttir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Leiðtoga­kjör fór fram hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um í Reykja­vík í síðasta mánuði og bar Eyþór Arn­alds þar sig­ur úr být­um.

Kjör­nefnd hóf í kjöl­farið vinnu við til­lögu að fram­boðslista frá öðru sæti og niður úr.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert