Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur setningarræðu á landsfundi flokksins sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Hægt er að fylgjast með ræðu Bjarna neðst í fréttinni.
Að venju verður rætt um ýmis málefni í Laugardalnum um helgina. Til að mynda hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins lagt það til við landsfundinn að skipuð verði framtíðarnefnd sem muni fjalla um endurskoðun á skipulagsreglum flokksins.
Þeim breytingatillögum sem muni liggja fyrir á landsfundi verði vísað til meðferðar í þeirri nefnd.
Ein af þessum tillögum er þess efnis að formaður Sjálfstæðisflokksins verði framvegis kosinn í rafrænni kosningu.