Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

Áslaug Arna, Bjarni og Þórdís Kolbrún.
Áslaug Arna, Bjarni og Þórdís Kolbrún. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina.

Öll voru þau ein í framboði til embætta. Þórdís Kolbrún hlaut 96% greiddra atkvæða, eða 720 af 753 atkvæðum. Bjarni var endurkjörinn formaður en hann hlaut 96,2% atkvæða eða 710 af 738 atkvæðum.

Bjarni og Þórdís Kolbrún fagna.
Bjarni og Þórdís Kolbrún fagna. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Arna hlaut 93,5% atkvæða í stöðu ritara flokksins. 

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var slitið nú síðdegis en hann hófst á föstudagsmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert