Nýstofnað bæjarmálafélag, Fyrir Heimaey, mun bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Félagið var stofnað á fundi í Vestmannaeyjum í kvöld.
Í tilkynningu frá félaginu segir að markmið með stofnun félagsins er að bæta samfélagið. Formaður félagsins er Leó Snær Sveinsson. Stjórn félagsins var einnig kosin í kvöld og verður hennar fyrsta verkefni er að skipa kjörnefnd sem undirbýr lista fyrir komandi sveitastjórnakosningarnar. Listinn verður kynntur 22. apríl.
Auk Leós voru Kristín Hartmannsdóttir, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Rannveig Ísfjörð og Leifur Gunnarsson kosin í stjórn. Varastjórn skipa Styrmir Sigurðarson, Gústaf Adolf Gústafsson og Halldór Bjarnason.
Íris Róbertsdóttir hefur verið orðuð við sérframboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor vegna óánægju með það að ekki fór fram prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum þegar framboðslistinn var ákveðinn. Hún segist ekki vera í forsvari fyrir bæjarmálafélagið Heimaey, en sagðist ætla að mæta á fundinn í kvöld.