Ragna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að stýra kosningabaráttu Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ragna lét nýverið af störfum sem formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en hún gegndi því starfi síðastliðið ár fyrir hönd Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Ragna hefur verið í ársleyfi frá námi í læknisfræði við Háskóla Íslands til að gegna því starfi.
Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að samhliða námi við Háskóla Íslands hafi Ragna meðal annars komið að stofnun félagsins Hugrúnar – geðfræðslufélags ásamt öðrum nemendum.
Ragna sat í Stúdentaráði og Háskólaráði Háskóla Íslands sem einn tveggja fulltrúa stúdenta og tók virkan þátt í stjórn Félags læknanema á fyrstu árum hennar í læknisfræði.