Vilja gera sérstakan samning við kennara

Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kynna stefnu Viðreisnar.
Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kynna stefnu Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðreisn ætl­ar að bregðast við flótta úr kenn­ara­stétt­inni með því að gera sér­stak­an kjara­samn­ing við kenn­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar stefna Viðreisn­ar í Reykja­vík fyr­ir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar var kynnt í dag.

Flokk­ur­inn legg­ur áherslu á að fjöl­breytt dag­vist­unar­úr­ræði standi börn­um til boða þegar fæðing­ar­or­lofi lýk­ur. Opn­un ung­barna­deilda verður sett í for­gang og seg­ir Viðreisn að það þurfi að hækka greiðslur til dag­for­eldra.

Alþingisfólkið Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal gesta.
Alþing­is­fólkið Þor­steinn Víg­lunds­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir voru meðal gesta. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Flokk­ur­inn vill að ný hverfi rísi við Elliðaár­vog, í Ártúns­höfða og á Keld­um og eiga þau að tengj­ast fyrsta áfanga Borg­ar­línu. Auk þess eigi að ljúka við upp­bygg­ingu íbúðahverf­is í Úlfarsár­dal með þeim hætti að hverfið verði sjálf­bært hvað varðar þjón­ustu auk þess sem ljúka þarf sem fyrst upp­bygg­ingu skóla og íþrótta­mann­virkja í hverf­inu. Áfram verður unnið að þétt­ingu byggðar inn­an borg­ar­inn­ar.

Frá fundinum.
Frá fund­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Viðreisn hvet­ur til orku­skipta í bíla­flota til að mynda með áfram­hald­andi bíla­stæðafríðind­um fyr­ir vist­væna bila. Flokk­ur­inn vill bæta al­menn­ings­sam­göng­ur og styður upp­bygg­ingu Borg­ar­línu.

Nán­ar má sjá um stefnu Viðreisn­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert