Talað um skyldu til að kjósa

Bréf borgarinnar eru að berast kjósendum þessa dagana.
Bréf borgarinnar eru að berast kjósendum þessa dagana. Ljósmynd/Aðsend

Í bréfi sem Reykjavíkurborg sendir nýjum kjósendum, þar sem þeir eru hvattir til að taka þátt í komandi kosningum til borgarstjórnar, segir að það sé lýðræðisleg skylda þeirra að kjósa.

Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við þetta orðalag þegar efni bréfanna var kynnt í borgarráði en þar sem meirihlutinn taldi efnið trúnaðarmál fékkst bókun hans ekki birt í opinni fundargerð, að því er fram kemur í umfjöllun um sendibréf þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ýmsar ráðstafanir eru gerðar til að reyna að auka þátttöku í komandi sveitarstjórnarkosningum. Er það gert á vegum samtaka æskufólks og sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, og beinist hvatningin einkum að ungu fólki og öðrum hópum sem líklegir eru til að sitja heima.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert