Kosið til sveitarstjórna í dag

Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að …
Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að þessu sinni. Ljósmynd/Thinkstock

Kosið verður til sveitarstjórna í 71 sveitarfélagi í dag og opna flestir kjörstaðir klukkan níu. Sveitarfélögunum fækkar um tvö vegna sameininga á Suðurnesjum og Austfjörðum og sjálfkjörið er í einu, Tjörneshreppi.

Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá Íslands vann fyrir sveitarstjórnirnar eru liðlega 248 þúsund manns á kjörskrá. Eru það um 8.200 fleiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Á kjörskrá eru alls tæplega 12 þúsund erlendir ríkisborgarar.

Frekar rólegt hefur verið yfir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Í gær greiddu 2.318 atkvæði hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í heildina hafa 19.732 greitt atkvæði utan kjörfundar hjá honum. 

Upplýsingar um kjörstaði og hvar fólk sé á kjörskrá er að finna á vefnum www.kosningar.is

Kjörstöðum verður lokað í síðasta lagi klukkan 22 í kvöld og búast má við fyrstu tölum úr talningu fljótlega eftir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka