Kosið til sveitarstjórna í dag

Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að …
Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að þessu sinni. Ljósmynd/Thinkstock

Kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi í dag og opna flest­ir kjörstaðir klukk­an níu. Sveit­ar­fé­lög­un­um fækk­ar um tvö vegna sam­ein­inga á Suður­nesj­um og Aust­fjörðum og sjálf­kjörið er í einu, Tjör­nes­hreppi.

Á kjör­skrár­stofni sem Þjóðskrá Íslands vann fyr­ir sveit­ar­stjórn­irn­ar eru liðlega 248 þúsund manns á kjör­skrá. Eru það um 8.200 fleiri en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum. Á kjör­skrá eru alls tæp­lega 12 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar.

Frek­ar ró­legt hef­ur verið yfir at­kvæðagreiðslu utan kjör­fund­ar. Í gær greiddu 2.318 at­kvæði hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Í heild­ina hafa 19.732 greitt at­kvæði utan kjör­fund­ar hjá hon­um. 

Upp­lýs­ing­ar um kjörstaði og hvar fólk sé á kjör­skrá er að finna á vefn­um www.kosn­ing­ar.is

Kjör­stöðum verður lokað í síðasta lagi klukk­an 22 í kvöld og bú­ast má við fyrstu töl­um úr taln­ingu fljót­lega eft­ir það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert