Lítil stemning fyrir kosningum

Aðalsteinn J. Halldórsson.
Aðalsteinn J. Halldórsson.

„Það er lítil stemning fyrir kosningum í þessum litla hreppi. Íbúarnir eru ánægðir með það fyrirkomulag sem oftast hefur verið,“ segir Aðalsteinn J. Halldórsson, 38 ára bóndi og stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur á Ketilsstöðum í Tjörneshreppi, væntanlegur oddviti hreppsnefndar.

Aðeins einn listi kom þar fram og var hann því sjálfkjörinn. Er þetta eina sveitarfélag landsins þar sem ekki þarf að kjósa í dag. Tjörneshreppur er eitt af fámennustu sveitarfélögum landsins. Þar eru 58 íbúar. Í fernum af fimm síðustu kosningum hefur aðeins komið fram einn listi og því verið sjálfkjörið.

Hann segir að sá sem mest hafði sig í frammi við undirbúning kosninganna hafi verið búinn að tala við fólk á flestum bæjum. Það hafi raunar ekki verið mikið verk en flestir hafi viljað hafa þetta eins og verið hefur. Þess vegna var settur saman listi, Tjörneslistinn, og reyndist hann einn í kjöri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert