Lítil stemning fyrir kosningum

Aðalsteinn J. Halldórsson.
Aðalsteinn J. Halldórsson.

„Það er lít­il stemn­ing fyr­ir kosn­ing­um í þess­um litla hreppi. Íbú­arn­ir eru ánægðir með það fyr­ir­komu­lag sem oft­ast hef­ur verið,“ seg­ir Aðal­steinn J. Hall­dórs­son, 38 ára bóndi og stjórn­mála- og stjórn­sýslu­fræðing­ur á Ket­ils­stöðum í Tjör­nes­hreppi, vænt­an­leg­ur odd­viti hrepps­nefnd­ar.

Aðeins einn listi kom þar fram og var hann því sjálf­kjör­inn. Er þetta eina sveit­ar­fé­lag lands­ins þar sem ekki þarf að kjósa í dag. Tjör­nes­hrepp­ur er eitt af fá­menn­ustu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Þar eru 58 íbú­ar. Í fern­um af fimm síðustu kosn­ing­um hef­ur aðeins komið fram einn listi og því verið sjálf­kjörið.

Hann seg­ir að sá sem mest hafði sig í frammi við und­ir­bún­ing kosn­ing­anna hafi verið bú­inn að tala við fólk á flest­um bæj­um. Það hafi raun­ar ekki verið mikið verk en flest­ir hafi viljað hafa þetta eins og verið hef­ur. Þess vegna var sett­ur sam­an listi, Tjör­neslist­inn, og reynd­ist hann einn í kjöri, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert