Eiga frekar að fara í frí

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir sam­komu­lag um meiri­hlutaviðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar, VG og Pírata ekki vera í anda úr­slita kosn­ing­anna því þar hafi verið ákall um breyt­ing­ar.

„Þessi meiri­hluti kol­féll. Hann á í raun og veru miklu frek­ar að fara í frí held­ur en að snúa til baka,“ seg­ir Eyþór.

„Það að reisa hann upp á ný er kannski ekki það sem fólkið þarf. Fólk þarf breyt­ing­ar og við sáum sam­hljóm með nýju fram­boðunum sem gagn­rýndu, bæði frá hægri og vinstri. Við skul­um sjá hvernig þetta fer hjá þeim en þetta er alla vega til­raun til þess að fram­lengja líf fall­ins meiri­hluta.“

Spurður hvort sam­komu­lagið um viðræðurn­ar hafi komið á óvart seg­ir hann alltaf mögu­leika hjá fólki að reyna aðrar leiðir. „Ég hefði haldið að það væri miklu skyn­sam­legra að fá fersk­an og nýj­an meiri­hluta eins og kosn­ing­arn­ar bentu til. Það væri hollt fyr­ir þá flokka sem töpuðu kosn­ing­un­um að horfa inn á við og taka sér frí.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert