Spáir konu sem borgarstjóra

Vigdís Hauksdóttir ásamt Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins.
Vigdís Hauksdóttir ásamt Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta kem­ur mér af­skap­lega mikið á óvart. Ég rök­styð það með vís­an til úr­slita kosn­ing­anna,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Miðflokks­ins, spurð út í meiri­hlutaviðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata, VG og Viðreisn­ar sem hefjast á morg­un.

„Það hlýt­ur að vera vel boðið á vinstri vængn­um. Ég ætla að leggja fram spá­dóm um að ef þess­ar viðræður enda með meiri­hluta­sam­starfi þá sjá­um við konu sem borg­ar­stjóra og hún heit­ir Þór­dís Lóa,“ bæt­ir hún við og á þar við odd­vita Viðreisn­ar.

Vig­dís seg­ir það ósk­andi, ef meiri­hlutaviðræðurn­ar bera ár­ang­ur, að sterk­ur mál­efna­samn­ing­ur ná­ist sem hafi hag borg­ar­búa að leiðarljósi. Meiri­hlut­inn vinni fyr­ir fólkið en ekki fjár­magnið.

„Ég óska þeim alls hins besta í þess­ari vinnu sem fram und­an er, hvert sem hún leiðir þau.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert