Nú þykir orðið nokkuð ljóst að viðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um nýjan borgarstjórnarmeirihluta muni bera ávöxt, en í samtali við Morgunblaðið segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík: „Við gerum ráð fyrir að kynna þetta í fyrri hluta vikunnar.“
Formlegar viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur en sumir höfðu gert sér vonir um að nýr meirihluti yrði kynntur í dag þar sem síðasti borgarstjórnarsáttmáli var kynntur fyrir nákvæmlega fjórum árum, 11. júní 2014.
Spurð út í þetta segir Þórdís: „Nei, við gerum það nú ekki. Við erum ekki komin svo langt.“