Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Við því starfi tók hún um miðjan júlí í fyrra. Við sveitarstjórastarfinu mun hún taka frá 1. júlí næstkomandi.
Í frétt á vef Hvalfjarðarsveitar segir að Linda sé rekstrarfræðingur að mennt og hafi unnið hjá Landsbankanum á Akranesi um tíma. Þar áður hafi hún verið fjármálastjóri í Borgarbyggð og sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit á árunum 2003-2006.
Linda er gift Karvel L. Karvelssyni og eiga þau tvö börn.