Rebekka nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar

Rebekka Hilmarsdóttir.
Rebekka Hilmarsdóttir. LJósmynd/Vesturbyggð

Rebekka Hilmarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Vesturbyggðar en bæjarráð samþykkti það á fundi í dag. Rebekka var valin úr hópi níu umsækjenda.

Rebekka er 34 ára gömul og er lögfræðingur að mennt, hún starfar sem lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Einnig hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara ásamt því að starfa við þýðingar hjá utanríkisráðuneytinu.

Hún hefur störf 1. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert