Fleiri styðja ríkisstjórnina en flokka í ríkisstjón

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/​Hari

Nokkuð miklu mun­ar á stuðningi við rík­is­stjórn­ina og sam­an­lögðum stuðningi flokka í rík­is­stjórn sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup. 

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 54,9 pró­sent en sam­an­lag fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs mæld­ist 46,2 pró­sent. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur flokka með 24,2 pró­sent stuðning, Fram­sókn með 9,7 pró­sent stuðning og Vinstri græn með 12,3 pró­sent stuðning. 

Litl­ar hreyf­ing­ar voru á fylgi flokka á milli kann­ana Þjóðar­púls Gallup. 

Könn­un­in var gerð dag­anna 16. til 29. ág­úst, heild­ar­úr­taks­stærð var 4.329 og þátt­töku­hlut­fall var 53,3%. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 1,0-1,9%. 

Næst­um 11 pró­sent tóku ekki af­stöðu eða vildu ekki gefa hana upp og ríf­lega 7 pró­sent  sögðust ætla skila auðu eða ekki kjósa.

Sósí­al­ist­ar há­stökkvar­ar

Sam­fylk­ing­in mæld­ist stærst stjórn­ar­and­stöðuflokka með 11,5 pró­sent stuðning og Pírat­ar þar á eft­ir með 10,9 pró­sent stuðning. Þá mæl­ist Viðreisn með 10,6 pró­sent stuðning og há­stökkvari á milli kann­ana er Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sem mæl­ist nú með 8,2 pró­sent stuðning. 

Miðflokk­ur­inn hef­ur 7 pró­sent fylgi og Flokk­ur fólks­ins 4,9 pró­sent fylgi, sem dygði ekki til að fá kjör­inn upp­bót­arþing­mann. Ekki ligg­ur niður­brot á kjör­dæmi fyr­ir svo ekki er hægt að leggja mat á hvor að Flokk­ur fólks­ins fengi kjör­dæma­kjör­inn þing­mann og því hvort að hann mæl­ist inni á þingi yfir höfuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert