Atkvæði með penna ekki ógild

Greiða má atkvæði með penna.
Greiða má atkvæði með penna. mbl/Eggert

„Það hefur ekki tíðkast að úrskurða ógild atkvæði þótt þau hafi verið greidd með penna en fyrirmælin í lögunum eru auðvitað að það skuli vera ritblý,“ sagði Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Í 82. gr. laga um kosningar til Alþingis segir að kjósandi skuli greiða atkvæði með ritblýi. Þá segir í 81. gr. sömu laga að kjörstjórn skuli útvega dökk ritblý.

Á Facebook-síðunni Íslendingar í útlöndum skapaðist umræða um hvort utankjörfundaratkvæði þyrfti að fylla út með blýant en ekki penna. Fram kom að hjá einu sýslumannsembætti hefði starfsmaður afhent kjósanda penna til að skrifa á kjörseðilinn. Og nokkrir sögðust alltaf hafa kosið með penna. Voru um það vangaveltur hvort þessi atkvæði væru hugsanlega ógild en þær áhyggjur eru ástæðulausar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert