Forystufólk stjórnmálaflokkanna situr í dag fyrir svörum um samkeppnishæfni Íslands, efnahagslega framtíð landsins og stöðu fyrirtækja á opnum fundi Samtaka iðnaðarins nú í aðdraganda kosninga.
Fundurinn fer fram í Hörpu frá klukkan 13-15, en auk þess verður komið inn á nýja könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja og tillögur samtakanna til umbóta verða kynntar. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum hér að neðan.
Kosningafundur SI from Harpa Reykjavik on Vimeo.
Í upphafi mun Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, flytja ávarp, en svo mun Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, stýra umræðum við eftirtalið forystufólk flokkanna: