Gúndi og Glúmur komnir á grænt ljós

Fararskjóti Gúnda og Glúms.
Fararskjóti Gúnda og Glúms. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Franklín Jónsson og Glúmur Baldvinsson, frambjóðendur Frjálslynda lýðræðisflokksins eru lagðir af stað í hringferð sína sem þeir kalla „Á grænu ljósi með Gúnda og Glúmi“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 

Þar segir að þeir félagar muni „taka hinn pólitíska púls á landanum og skeggræða við menn um málefni líðandi stundar og hlusta á kjósendur.“ Bein útsending verður á Facebook-síðum þeirra af ferðalaginu. 

XO-bílinn verður á grænu ljósi.
XO-bílinn verður á grænu ljósi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert