Tíu þúsund brottfluttra mega kjósa

Það styttist í þingkosningar.
Það styttist í þingkosningar. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa borist 779 aðsend atkvæði til sýslumanns. Þetta kemur fram í svari Ásdísar Höllu Arnarsdóttur, sviðsstjóra þinglýsinga- og leyfissviðs sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari til Morgunblaðsins.

„Ekki er haldið sérstaklega utan um það hvaðan aðsend atkvæði koma, ég hef því aðeins upplýsingar um heildarfjölda aðsendra atkvæða án aðgreiningar á því hvort þau koma erlendis frá eða innanlands,“ segir Ásdís.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um 40 þúsund Íslendingar sem búsettir erlendis en af þeim hafa 10.238 kosningarétt.

Kjósendur senda atkvæðin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Þá er einnig er hægt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Kjósendum ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Atkvæðið þarf að hafa borist kjörstjóra eða sýslumanns í síðasta lagi á kjördag

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár, talið frá 1. desember 2020, eru sjálfkrafa með kosningarétt og geta kosið í komandi alþingiskosningum en þó er gerð krafa um að hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi. Þeir sem hafa átt lögheimili erlendis lengur en átta ár, talið frá 1. desember 2020, þurftu að sækja um til Þjóðskrár um að verða teknir á kjörskrá fyrir kosningarnar. Fullnægjandi umsókn hefði þurftað berast Þjóðskrár fyrir 1. desember í fyrra. Þeir sem sendu því ekki umsókn og hafa búið lengur en átta ár erlendis geta ekki kosið í komandi kosningum.

Alþingi samþykkti í sumar frumvarp að nýjum kosningalögum. Í þeim er gert ráð fyrir að Íslendingar geti búið erlendis í allt að sextán ár án þess að missa kosningarétt sinn í kosningum. Nýju lögin taka gildi 1. janúar 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert